Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Frágangur rafskúta í borgarlandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Rafskútur hafa notið aukinna vinsælda hér á landi undanfarin ár og þær orðnar mjög áberandi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Vinsældir rafskúta sýna að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru opnir fyrir nýjungum í samgöngum. Algengt er að rafskútur séu notaðar fyrir styttri vegalengdir og í svokallaðar „first og last mile“ ferðir, t.d. milli stoppistöðva almenningssamgangna og heimilis eða vinnu. Líklegt er að vinsældir rafskúta aukist enn frekar með tilkomu Borgarlínu og nýju leiðaneti Strætó bs þar sem gert er ráð fyrir að hverfisleiðum fækki.

Þessum nýja ferðamáta fylgir þó baggi, sem er sú staðreynd að frágangi rafskútanna er oft ábótavant. En reglulega fréttist af rafskútum sem hindra för annara virkra ferðamáta, eða eru það illa frágengnar að jafnvel stafar hætta af. Þá geta þær rafskútur sem vel er gengið frá haft áhrif á öryggi blindra og sjónskerta á ferð um bæinn.

Í fyrri rannsókn VSÓ Ráðgjafar um rafskútur og umferðaröryggi kom m.a. fram að um 94% aðspurða telji sig ganga vel frá rafskútum eftir notkun. Einnig kemur fram að illa er gengið frá um fjórðungi rafskúta skv. rannsóknum frá Bandaríkjunum.

Tilgangur og markmið:

 

Helsti ávinningur verkefnisins er að leita lausna gegn hættulegum frágangi rafskúta og koma með staðlaða lausn sem þéttbýlisstaðir geta nýtt sér til að hvetja notendur til að ganga frá rafskútum á öruggan hátt.

Tilgangur þessa verkefnis er að skoða útfærslur erlendis frá af vel afmörkuðum svæðum þar sem leyfilegt er að leggja rafskútum, hér eftir kallað skútustæði. En ítrekað kemur fram í fréttum að illa lagðar rafskútur valdi óþægindum og slysum hjá virkum vegfarendum. Áhersla verður lögð á að fá svar við eftirfarandi spurningum.

·         Er leyfilegt að leggja utan skútustæðanna

·         Hverjir eru kostir og gallar skútustæða

·         Eru eigendur rafskúta einnig notendur af skútustæðum

·         Hver á að bera kostnað af skútustæðum

·         Hvað eru mikilvægustu atriðin að hafa í huga varðandi val á staðsetningum skútustæða

·         Hvað er gert til að stýra því að skútum sé lagt í viðeigandi skútustæði

Þá verður gerð tillaga að hönnun af skútustæði sem getur verið notuð af öllum opinberum aðilum á Íslandi, til að mynda við stoppistöðvar Borgarlínu.