Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Mat á fórnarkostnaði ferðatíma

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmiðið með verkefninu er að leggja í undirbúningsvinnu til þess að hægt sé að meta fórnarkostnað ferðatíma, eða tímavirði, fyrir íslenskar aðstæður með hagrænum matsaðferðum. Skoða á fremstu erlendar vísindarannsóknir, þar sem notendur samgöngumannvirkja greina frá því hvað þeir vilja borga fyrir að ferðatími styttist og tafir í umferð minnki. Kortlagt verður hvað rannsóknirnar eiga sameiginlegt. Skoðað verður hvaða þættir hafa áhrif á greiðsluvilja mismunandi notenda- og samfélagshópa. Verða rannsóknirnar rýndar með það að leiðarljósi að þróa matsaðstæður sem leiða til þess að íslenskir vegfarendur sýni hvað þeir vilja í raun borga fyrir að ferðatími styttist og draga muni úr umferðartöfum. Matið á bæði að ná til lítilla og mikilla breytinga á tíma.

Verkefnið er liður í stærra rannsóknarverkefni sem snýr að því að gera grunnrannsóknir á þáttum sem hafa áhrif á ábata notenda í kostnaðar- og ábatamati samgönguverkefna.

Tilgangur og markmið:

 

Markmiðið með verkefninu er að leggja í undirbúningsvinnu til þess að hægt sé að meta fórnarkostnað ferðatíma, eða tímavirði, fyrir íslenskar aðstæður með hagrænum matsaðferðum. Skoða á fremstu erlendar vísindarannsóknir, þar sem notendur samgöngumannvirkja greina frá því hvað þeir vilja borga fyrir að ferðatími styttist og tafir í umferð minnki. Kortlagt verður hvað rannsóknirnar eiga sameiginlegt. Skoðað verður hvaða þættir hafa áhrif á greiðsluvilja mismunandi notenda- og samfélagshópa. Verða rannsóknirnar rýndar með það að leiðarljósi að þróa matsaðstæður sem leiða til þess að íslenskir vegfarendur sýni hvað þeir vilja í raun borga fyrir að ferðatími styttist og draga muni úr umferðartöfum. Matið á bæði að ná til lítilla og mikilla breytinga á tíma.

Verkefnið er liður í stærra rannsóknarverkefni sem snýr að því að gera grunnrannsóknir á þáttum sem hafa áhrif á ábata notenda í kostnaðar- og ábatamati samgönguverkefna.