Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Túlkun á jarðvegskönnunum og innleiðing gINT

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegagerðin stundar viðamiklar rannsóknir á undirlagi veg-, brúar og hafnarstæðum. Þessar rannsóknir eru framkvæmdar með gryfjum, borunum og rannsóknum á sýnum svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að niðurstöður þessara kannana séu túlkaðar vel og að upplýsingar berist hönnuðum og framkvæmdaaðilum.

Vegna þessa er lagt upp með að skoða niðurstöður gryfja og borana, og koma þeim inn í jarðtæknihugbúnaðinn gINT þ.a. koma megi upplýsingum sem við öflum betur til skila. Þannig má mögulega bæta gerð lagskiptingar í undirlagi vega, koma rannsóknum til skila á þversniðum sem og langsniðum og auðvelda þannig túlkun gagnanna fyrir framkvæmdaaðila, umsjónarmenn og hönnuði.

Að sama skapi hefur Vegagerðin safnað miklu magni upplýsinga inn í rannsóknar- og jarðtæknikerfi sem rekin eru af stofnuninni. Þessar upplýsingar viljum við reyna að draga fram, skrifa út og koma inn í gINT þ.a. mismunandi rannsóknir séu dregnar fram á sama staðnum.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að bæta túlkun og framsetningu jarð- og bergtæknilegra rannsókna sem vegagerðin framkvæmir á vega-, brúar og hafnarstæðum. Þá verður að leitast við að skoða hvernig aðrar þjóðir bera sig að.