Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Greining á breytingum í ferðavenjum íbúa höfuðborgarsvæðisins

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Ferðavenjukannanir gefa gríðarlega mikilvægar upplýsingar fyrir alla þá sem starfa að skipulags- og samgöngumálum og gera mönnum meðal annars mögulegt að fylgjast með þróun og breytingum á hegðunarmynstri. Þannig gefa þær mikilvægar grunnforsendur fyrir spálíkön. Mikilvægi þeirra eykst svo enn frekar þegar menn reyna að spá fyrir um breytingar á ferðamáta og áhrif þeirra á framtíðarumferð.

Gerðar hafa verið fimm stórar ferðavenjukannanir á höfuðborgarsvæðinu; árin 2002, 2011, 2014, 2017 og 2019 og hafa þær skilað áþekkum niðurstöðum hvað varðar ferðir á hvern einstakling.

Þessar niðurstöður hafa vakið nokkra furðu þegar þær eru bornar saman við sambærilegar niðurstöður í nágrannalöndunum því þær gefa í skyn að Íslendingar fari mun fleiri ferðir að meðaltali á dag heldur en íbúar í nágrannalöndunum.

Á þessu geta verið margar skýringar, eins og til dæmis að lægra hlutfall einstaklinga sem fer engar ferðir eða að aldursúrtak sé eitthvað öðruvísi, eða jafnvel að ferð sé skilgreind á mismunandi hátt eftir lengd eða tilgangi.  Árið 2019 skilaði VSÓ niðurstöðu rannsóknarverkefnis sem bar saman niðurstöður fyrri ferðavenjukannana, er nú komið að endurgerð þeirra vinnu þar sem ferðavenjukönnun 2019 er borin saman við eldri kannanir.

Væntanlegur árangur af verkefninu er að sýnt verður fram á orsakatengsl hagrænna þátta og ferðafjölda líkt og var gert í fyrra verkefni. Þannig upplýsingar eru mikilvægar fyrir alla þá sem starfa að skipulags- og samgöngumálum eða taka stefnumótandi ákvarðanir í borgarskipulagi.

Tilgangur og markmið:

 

Meginmarkmið þessa verkefnis er að bera saman niðurstöður ferðavenjukönnuninnar frá 2019 við fyrri ár. Það á að gera með því að

·         Bera saman ferðafjölda þeirra sem hafa aðgengi að bíl

·         Bera saman ferðafjölda þeirra sem eru á atvinnumarkaði eða ekki og bera þau svör saman við OECD gagnagrunn.

·         Skoða fjölda og svör þeirra sem fara engar ferðir í síðustu fjórum ferðavenjukönnunum

·         Bera saman ferðafjölda eftir fjölda í heimili.

·         Skoða nánar tengsl tímalengdar ferða og fjölda ferða