Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Tæring á hægryðgandi stáli við íslenskar aðstæður

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Rannsókn á tæringu á hægryðgandi stáli á Íslandi hófst árið 2017 með styrk frá Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Sett voru upp tæringarsýni það ár á 9 stöðum allt í kringum landið og á hálendinu og á tveimur stöðum árið 2018, alls 120 sýni. Kanna á notkunarmöguleika hægryðgandi stáls í samgöngumannvirki hérlendis og athuga sérstaklega hagkvæmni fyrir brúargerð. Sýni hafa verið tekin niður eftir 1, 3 ár og tæring þeirra mæld. Efir er svo að taka niður restina af sýnunum eftir 5 og 10 ár og mæla þau, þ.e. á árunum 2022 og 2027.

Nú er sótt um styrk til að mæla sýni sem tekin voru niður í vetur (5 ára sýni frá 2022). Einnig er sótt um styrk til að taka niður og mæla 24 sýni af ryðfríu stáli og venjulegu stáli sem sett voru upp síðastliðið ár í Kópavogi og Reykjavík.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að afla áreiðanlegra heimilda (tölulegra gagna) um tæringar og veðrunarþol hægryðgandi stáls við íslenskar aðstæður með tilliti til notkunar í brúargerð.

Einnig að mæla tæringu á sýnum af ryðfríu stáli til samanburðar við aðrar mælingar á tæringu málma.