Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Leiðarval virka vegfarenda á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í nútímasamfélagi eru stór ferða- og staðsetningargagnasett dýrmætt úrræði til að skilja hvernig einstaklingurinn ferðast. Þessi gagnasett innihalda m.a. upplýsingar um upphafs- og endapunkta ferða, GPS-hnit, hraða og aðra upplýsingar og geta þannig veitt nákvæma innsýn inn í ferðamynstur og hegðun hóp einstaklinga. Eftir því sem fleiri gögn verða aðgengileg, verða notkunarmöguleikar þeirra í vinnu við umferðarskipulag og samgöngustefnu æ mikilvægari. Með því að nýta þessi gagnasett er hægt að öðlast betri skilning á því hvernig mismunandi farartæki eru notuð, auðkennt svæði þar þörf er á endurbótum innviða og tekið upplýstari ákvarðanir um hvernig eigi að styðja við virka ferðamáta og örflæði.

Notkun á ferðagögnum frá gagnaveitum og fyrirtækjum eins og Strava og Hopp geta einfaldað framkvæmd á leiðarvalsgreiningu meðal virkra vegfarenda sem og notendur örflæðis. Þessi gagnasöfn geta veitt nákvæmari upplýsingar um hvernig einstaklingar ferðast í raun og veru, frekar en að treysta á ferðakannanir og/eða rýni. Þetta getur leitt til aukins skilnings á ferðamynstri og hegðun. 

Einn af megin ávinningnum þess að nota gagnasafn frá Strava er möguleikinn að greina notkunarmynstur mismunandi tegunda virkra ferðamáta, þ.e.a.s. að gerður er greinarmunur á milli reiðhjóla, rafhjóla, gangandi eða hlaupandi. Gögn frá Hopp bæta síðan ítarlegum gögnum um notendur rafmagnshlaupahjóla.

Á heildina litið getur notkun á stórum ferðagagnasettum bætt skilning okkar á því hvernig vegfarendur ferðast um og hvernig mismunandi ferðamátar eru notaðir. Þessar upplýsingar má nota til hanna samgöngukerfi sem mætir betur þörfum notendum virka ferðamáta og örflæðis. Með því að styðjast við þessi stóru gagnasöfn samhliða ákvarðanatöku varðandi innviði, samgöngustefna sem og þjónustu samgönguinnviða er hægt að vinna að því að skapa sjálfbært, sanngjarnt og skilvirkt samgöngukerfi.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er í grunninn fjórþætt:

·        Að mynda heildstæða yfirsýn yfir hvaða gögn um ferðir virkra vegfarenda og notendur smáfarartækja eru til í dag og skoða aðgengi að gögnunum. Einnig er horft til þess hvort sé verið að nýta gögnin hérlendis, sem og með hvaða hætti er verið að nýta sambærileg gögn erlendis.

·        Að nýta staðsetningargögn sem til eru - hér verður aðallega litið til gagna frá Strava og Hopp, til framkvæma leiðarvalsgreiningu, bara hana saman við stofnhjólanet höfuðborgarsvæðisins og setja hana fram á kortaformi. Lík og áður hefur verið gert með gögnum frá Hopp fyrir vesturhluta Reykjavíkur. (sjá fylgiskjal)

·        Bera saman gögn úr staðbundum hjólateljurum við gögn út Strava og hopp og sjá hvort það séu sömu toppar í notkun.  

·        Framkvæma leiðarvalsgreiningu á minni rannsóknarsvæðum, eins og á milli Hlemm og Lækjartorgi og í Mjóddinni

Tilgangur verkefnisins er að safna saman upplýsingum um þau gagnasett sem til eru um ferðir virkar vegfarenda og notendur örflæðis í dag . Greina hversu nákvæm þau eru með því að bera þau saman við staðbundna hjólateljara og að framkvæma leiðarvalsgreiningu með þeim göngum sem eru aðgengileg.

Má þannig vinna að markmið Vegagerðarinnar um að tryggja góða og örugga innviði fyrir alla samgönguvalkosti sem og að horft verði heildstætt á vistvæna ferðamáta óháð sveitarfélagamörkum. Með ferðagögnum er mögulegt að greina hvar mögulega eru „göt“ í innviðakerfi virka vegfarenda og í framhaldi leggja til aðgerðir/stefnur til að bæta úr því. Einnig vinnur verkefnið að markmiðum stjórnvald um að fjölga þeim sem nota virka ferðamáta þar sem rannsóknarverkefnið eykur þekkingu og möguleika þess að greina ferðamynstur notenda virkra ferðamáta með raungögnum.