Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Frammistöðumiðað mat á malbiks blöndum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegagerðir standa frammi fyrir brýnni þörf að minnka a) notkun hráefna og b) CO2 losun við viðhald og endurnýjun innviða. Núverandi staðlar og verklagsreglur eru áreiðanlegar þegar notuð eru hefðbundin efni til vegagerðar, sannreyndar í gegnum árin og framkvæmdir í fullri stærð, en takmarka um leið innleiðingu nýrra og sjálfbærari malbiksblandna, hægja á því ferli. Helsta hindrunin við notkun staðlaðra aðferða er að þær byggjast að mestu á rúmmálseiginleikum hannaðra blanda. Þessi þáttur gæti verið styrkleiki þegar notaðar eru hefðbundnar blöndur en verður veikleiki þegar kemur að þróun nýrra blanda. Framtíðarsýn þessa verkefnis er að marka sameiginlega stefnu milli Norðurlandanna til að hraða innleiðingu efna með litlum umhverfisáhrifum.
Markmið þessa verkefnis eru:
i) að fara í átt að frammistöðutengdum forskriftum með því að samþykkja áreiðanlegar prófunaraðferðir til að nota við útboðsferli eða þegar samþykki er fyrir innleiðingu nýrra blandna.
ii) að þróa efnisframmistöðuskrá sem mun styðja verkaupa (Vegagerðir) með upplýsingum þegar nýjar og sjálfbærari blöndur eru teknar til notkunar.
iii) Gera leiðbeiningar til að skilgreina hvernig hægt væri að nota grunninntak við hönnun á slitlagi með nýjum blöndum
Meginþáttur verkefnisins er framkvæmd ítarlegs prófunarprógramms á fjölda malbiksblandna, þar á meðal heitblandaðs malbiksslit, bindiefni og grunnlög sem og kaldblandað malbik, sem hefur verið að sækja í sig veðrið hér á landi.

Tilgangur og markmið:

 

The objectives of this project are:

  1. moving towards performance-based specifications by identifying reliable test methods to use during tendering processes or when approving the implementation of non-conventional mixes.
  2. developing a material performance catalogue, which will support NRAs with information when introducing new and more sustainable mixes into the road net.
  3. Optimizing guidelines to define how fundamental inputs could be used when designing pavements with innovative mixes