Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Rannsókn á virkni og reynslu á gagnvirku hraðahindruninni í Ólafsvík actibump

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Skoða hvernig virkni og reynsla nýju gagnvirku hraðahindrunarinnar í Ólafsvík hefur reynst.  Skoðað verður hvernig eldri gögn um aksturshraða á svæðinu áður en hraðahindrunin var sett upp og borin saman við núverandi aksturshraða eftir að hún var sett niður.  Einnig að skoða hegðun ökumanna og gangandi á svæðinu í dag og setja í myndgreiningu og kortleggja hvernig fólk hegðar sér yfir hraðahindrun og kortleggja  t.d. „næstum því slys“

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að skoða reynslu og virkni nýju gagnvirku hraðahindrunarinnar í Ólafsvík og hvort það sýni fram á að rétt sé að stefna á fleiri virkar hraðahindranir.

Ef reynsla og virkni sýna fram á jákvæð breytingu á hegðun ökumanna á svæðinu og umferðarslysum hefur fækkað og virknin reynist góð er hægt að hvetja til að setja niður fleiri slíkar hraðahindranir á svipuðum stöðum um landið.