Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Samanburður á ethyl ester og methyl ester í þjálbik á Íslandi.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Á Íslandi er þjálbik notað víða í klæðingar vega en árlega eru framleiddir yfir 3 milljón lítrar af efninu hjá Colas Ísland. Algengasta þjálbiksblandan í dag er úr mjúku biki (stungudýpt 160/220), viðloðunarefni og 6,5% ethyl ester úr fiskiolíu. Þar sem takmarkað magn af ethyl ester úr fiskiolíu er til hér á landi hefur Colas skoðað notkun á methyl ester úr úrgangsolíum í samstarfi við Orkey sem er hluti af hringrásarhagkerfinu. Nú þegar hefur Colas framkvæmt prófanir á ethyl og methyl ester ásamt því að gera hinar ýmsu samanburðarprófanir á efninu í raunblönduprófum hjá Tæknisetri með mismunandi steinefnum. Markmið verkefnisins er að taka saman þær rannsóknir sem Colas býr yfir, og sýna fram á að hægt sé að nota hvoru tveggja í þjálbik og þar með auka möguleikana á að nýta fleiri hráefni sem framleidd eru á Íslandi. Tilgangur þessa verkefnis er að vinna úr þessum upplýsingum og taka saman í skýrslu til að gera þær aðgengilegar öllum hagsmunaaðilum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að taka saman og vinna þær upplýsingar og rannsóknarniðurstöður sem til staðar eru til að sýna fram á að hægt sé að nota hvoru tveggja ethyl ester og methyl ester í þjálbik án þess að breyting verði á gæðum og frammistöðu, og þar með auka möguleikana á að nýta fleiri hráefni sem framleidd eru á Íslandi innan hringrásarhagkerfisins. Mikilvægt er að þessar upplýsingar verði aðgengilegar öllum hagsmunaaðilum og því er tilgangur verkefnisins að taka saman skýrslu sem verður aðgengileg öllum þeim sem áhuga hafa á klæðingum með þjálbiki.