Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Virkni Innerseal gegn leiðni kóríðs inn í steypu, í sjávarfallaumhverfi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er að kanna virkni efnisins Innerseal í brúarsteypum í sjávarfallaumhverfi. Innerseal er efni sem borið er á yfirborð steypu og þéttir yfirborð steinsteypunnar. Þéttari yfirborð steinsteypu er líklegt til þess að draga úr leiðni (e. permeability) steypunnar. Þéttara yfirborð dregur úr vatns- og klóríðleiðni inn í steypu. Vatn og/eða raki í steypu sem og klóríð í steypu eru helstu áhættu valdar varandi endingu steinsteypu. Með því að þétta yfirborð steinsteypu er viðhaldsfrí ending viðkomandi mannvirkis aukin margfalt.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að kanna virkni efnisins Innerseal í brúarsteypum í sjávarfalla umhverfi. Hér á landi er steinsteypa í sjávarfalla umhverfi undir miklu álagi frá umhverfinu. Veðráttan mjög umhleypingasöm og frost/þíðu-skipti því algeng. Auk þess gengur klóríð inn í steypuna sem veldur hættu á tæringu bendistáls.

Innerseal er efni sem hefur verið markaðssett til þess að bera á og þétta yfirborð steinsteypu. Þéttari yfirborð steinsteypu er líklegt til þess að draga úr leiðni (e. permeability) steypunnar. Þéttara yfirborð dregur úr vatns- og klóríðleiðni inn í steypu. Vatn og/eða raki í steypu sem og klóríð í steypu eru helstu áhættu valdar varandi endingu steinsteypu. Með því að þétta yfirborð steinsteypu er viðhaldsfrí ending viðkomandi mannvirkis aukin margfalt.

Rannsóknarspurningin sem leitast er svara við eru

 „Hver eru áhrif Innerseal á búarsteypu með tilliti til klóríðleiðni?"

„Hvaða áhrif hefur Innerseal á klóríðleiðnistuðul brúarsteypu og hver eru áhrifin í árum á s.k. „time to corrosion“.