Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Brotskúfáraun notuð til burðarvirkisauðkenningar á steinsteyptri bitabrú yfir Steinavötn.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Ætlunin er að auka þekkingu og skilning á brothegðun steinsteyptra bitabrúa samhliða því að meta áreiðanleika mismunandi reiknilíkana við hermun nálægt brotmörkum. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:

1.       Hvort er trefja-bita eða bita-stangar líkan betur til þess fallið að herma skúfbrot járnbentrar steinsteyptrar bitabrúar?

2.       Hver er raunhegðun járnbents steinsteypubita í fullri stærð undir skúfáraun allt að brotmörkum?

Til þess að svara þessum rannsóknarspurningum verða tvö mismunandi ólínuleg bitalíkön búin til, þau kvörðuð með niðurstöðum úr mælingum og mæld hegðun í raunverulegum aðstæðum borin saman við útreikninga.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur rannsóknaverkefnisins er að auka skilning á hegðun steinsteyptra brúa undir stigvaxandi álagi allt að brotmörkum, þá sérstaklega skúfhegðun járnbentra steypubita. Markmiðið er að herma með tölvutækum reiknilíkönum hegðun á brúnni yfir Steinavötn sem skemmdist í aftakaflóðum haustið 2017 og var metin ónýt eftir þá atburði. Brúin var prófuð til brots sumarið 2019 þar sem mikilvæg gögn voru skráð áður en hún var rifin og fjarlægð af upprunalegu brúarstæði.

Í verkefninu er ætlunin að nota tvö mismunandi ólínulegu bitalíkön, kvarða líkönin með niðurstöðum úr mælingum og bera reiknilegar niðurstöður frá tölvulíkönunum saman við mælda hegðun í raunverulegum aðstæðum.

Verkefnið hefur eftirfarandi markmið:

·         Bera saman tvær ólínulegar líkanagerðir og hæfni þeirra til þess að herma skúfsvörun allt að brotmörkum.

·         Meta hæfni og kröfur til slíkra líkana.

·         Auðkenna burðarvirki steinsteyptrar bitabrúar með kvörðun á reiknilegum líkönum út frá mældum gögnum þar sem einkum verður stuðst við gögn frá ljósleiðarastreitunemum.

Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:

1.       Hvort er trefja-bita eða bita-stangar líkan betur til þess fallið að herma skúfbrot járnbentrar steinsteyptrar bitabrúar?

2.       Hver er raunhegðun járnbents steinsteypubita í fullri stærð undir skúfáraun allt að brotmörkum?