Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Umferðaröryggisáhrif leiðigerða við ljósastýrð gatnamót

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Við stór ljósastýrð gatnamót getur verið þörf á því að láta gangandi og hjólandi þvera eina akstursstefnu í einu. Er það að sökum þess að lágmarks græntímar og rýmingartímar gangandi vegfarenda rúmast ekki innan hefðbundin lotutíma ljósastýringa. Þar af leiðandi þurfa þau oft að bíða í miðeyju, milli akstursstefna, áður en þau fá grænt ljós til að þvera næstu akstursstefnu. Hér á landi er oft notast við leiðigerði við slíkar aðstæður. Markmiðið með þessu verkefni er að skoða umferðaröryggisáhrif svokallaðra leiðigerða við ljósastýrð gatnamót. Skoðaðar verða rannsóknir á áhrifum þeirra, haft samband við sérfræðinga á Norðurlöndunum og eins handbækur á norðurlöndum skoðaðar.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að skoða umferðaröryggisáhrif leiðigerða í þeim tilgangi að meta hvort ástæða sé til þess að endurmeta þörf þeirra við ljósastýrð gatnamót. Slíkar niðurstöður geta nýst Vegagerðinni við umbótaverkefni við stór ljósastýrð gatnamót eða styrkt ástæður fyrir tilvist leiðigerða. Að auki myndi það nýtast öðrum aðilum sem nýta sér eða gætu nýtt sér fyrirkomulagið til framtíðar.