Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Uppfærsla á hönnunarleiðbeiningum fyrir gerð eftirlitsstaða til þungaeftirlits

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegagerðin hefur byggt upp eftirlitsstaði fyrir þungaeftirlit á stórum bílum víðsvegar við stofnvegi landsins. Á umferðarminni vegum eru þessir eftirlitsstaðir byggðir sem útskot, en með  yfirborði sem uppfyllir kröfur fyrir þungaeftirlit með lausum vogum. Við umferðarmeiri vegi hafa eftirlitsstaðirnir verið byggðir upp sem sérstök eftirlitssvæði með góðu rými til vigtunar og annars eftirlits. Auk þess hefur einn eftirlitsstaður verið byggður upp sem fullbúinn eftirlitsstaður með fastri vog, lýsingu og húsi fyrir þá eftirlitsmenn sem sinna eftirlitinu á hverjum tíma. Með aukinni þungaumferð um vegi landsins, meðal annars í fiskflutningum eykst þörfin fyrir fullbúna eftirlitsstaði með fastri vog og aðstöðu fyrir þá starfsmenn sem sinna eftirlitinu á hverjum tíma. Hjá Vegagerðinni hafa verið gerðar  leiðbeiningar fyrir hönnun eftirlitsstaða í þremur útfærslum, en þær leiðbeiningar eru orðnar úreltar og þörf er fyrir að uppfæra þær og endurskrifa miðað við kröfur sem gerðar eru til slíkra staða í dag.    

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að er að endurskrifa- og uppfæra eldri leiðbeiningar fyrir hönnun á eftirlitsstöðum til þungaeftirlits við vegakerfi landsins. Tekið verður mið af þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra staða í dag, sem og þeim búnaði sem nauðsynlegt er talið að sé til staðar, til að þungaeftirlit með stórum farartækjum verði markvisst og skilvirkt.