Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Ferðatími á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Undanfarið hefur krafa um upplýsingar varðandi tafir og ferðatíma á höfuðborgarsvæðinu aukist. Á næstu árum eru margar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu tengdar samgöngusáttmála og mikilvægt að hafa upplýsingar um raunferðatíma fólks bæði fyrir og eftir framkvæmdir til að meta árangur og stöðu. Markmið verkefnis er að mæla ferðatíma og gefa upp stöðu á ferðatíma á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er markmið að skilgreina annatíma umferðar. Stytting vinnuvikunnar er orðinn fastur liður og áhugavert að fá tölulegar upplýsingar til að meta núverandi annatíma árdegis og síðdegis.

Hægt er að meta og greina með tölulegum upplýsingum hvar helstu tafir eru staðsettar en þau gögn geta nýst við gerð tillagna að úrbótum og forgangsröðun framkvæmda.  Ef ferðatími verður aftur mældur eftir úrbætur er svo hægt að meta ávinning af ákveðnum framkvæmdum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnis er að fá stöðu á ferðatíma á höfuðborgarsvæðinu og meta hvar helstu tafir verða sem og að skilgreina annatíma árdegis og síðdegis.

Markmið þessar verkefnis eru eftirfarandi:

1.      Mæla ferðatíma á skilgreindum leiðum og út frá því skilgreina tafatíma.

2.      Bera saman nýjar mælingar við mælingar sem gerðar voru 2020 og 2021

3.      Skilgreina annatíma árdegis og síðdegis.

Markmið verkefnis er að þær upplýsingar sem koma fram geti nýst til að meta stöðu umferðar á höfuðborgarsvæðinu og að gögnin geti nýst við gerð tillagna að úrbótum og forgangsröðun framkvæmda.