Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Hvað ef umferðarljós eru tekin í burtu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Á höfuðborgarsvæðinu eru um 150 umferðarljós að finna við gatnamót. Árið 1949 voru fyrstu umferðarljósin tekin í notkun á Íslandi (Þegar umferðarljósin komu til Íslands | bilaskra.is) og hefur þeim fjölgað nokkuð stöðugt síðan. Stundum eftir að umferðarljós hafa staðið í einhvern tíma er svo komist að þeirri niðurstöðu að best sé að taka þau niður. Til dæmis gleymist oft að Laugavegur – Skólavörðuholt voru eitt sinn ljósastýrð gatnamót. Hér er leitast við að svara því hvenær umferðarljós eiga við, og hvenær þau eiga ekki við.

Litið verður til Hollands um lausnir við að fjarlægja umferðarljós á gatnamótum, þar var ákveðið að fjarlægja umferðarljós í Amsterdam og átti í byrjun einungis að vera tilraunaverkefni og standa yfir í tvær vikur en er nú varanlegt ástand vegna bættra aðstæðna. Skoðað verður hvað virkaði vel þar og hvernig og hvort hægt er að yfirfæra þetta yfir á íslenskar aðstæður.

Tilgangur og markmið:

 

Meginmarkmið verkefnis er að taka saman upplýsingar og reynslu frá Hollandi af gatnamótum þar sem umferðaljós hafa verið tekin úr notkun og leita svara við eftirfaranda spurningum:

·       Hvers vegna virkaði svona vel að fjarlægja umferðaljós við gatnamót í Hollandi

·       Er hægt að yfirfæra þessa reynslu á íslenskar aðstæður

·       Hvenær eiga umferðarljós við og hvenær ekki

·       Hvaða gatnamót á Íslandi er hægt að fjarlægja umferðaljós af