Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Samanburður á íslenskum steinefnum sem notuð eru i malbik.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Á Íslandi er stór hluti vega lagður með íslenskum steinefnum. Eftir fremsta megni er reynt að nota námur sem eru í nálægð við verkstað til að halda kostnaði í lágmarki og minnka umhverfisáhrif framkvæmdanna. Íslensk steinefni eru með mismunandi eiginleika og gæði eftir uppruna og tegund. Colas ísland notar aðallega þrjú íslensk steinefni í sína malbiksframleiðslu eftir landshluta. Það eru steinefni tekin úr námunum; Hólabrú, Jökulsá og Skútaberg. Af þessum steinefnum eru tvö unnin úr setstafla, það eru Hólabrú og Jökulsá en hinsvegar er Skútaberg tekið beint út berggrunni. Steinefnin verða rannsökuð undir smásjá, víðsjá og skautunarsmásjá (e. polarizing microscope) til að sjá hvort einhver munur sé í uppbyggingu þeirra sem gæti haft áhrif á eiginleika steinefnanna.

Þessi rannsókn er hluti af BS verkefni við Háskóla Íslands sem unnið er af starfsmanni Colas Ísland, Hjálmfríði Bríet Rúnarsdóttur BS nema í jarðfræði. Háskóli Íslands veitir tæknilega aðstoð, aðstöðu til rannsókna og sérfræðiþekkingu í verkefninu.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að bera saman þessar þrjár tegundir steinefna og sjá hvort mikill munur sé á eiginleikum þeirra með það að markmiði að efla þekkingu á íslenskum steinefnum og notkun þeirra í malbik.