Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Notkun bergbolta í setlögum í jarðgöngum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felur í sér að setja upp FEM módel af fleiri týpiskum jarðgangaaðstæðum þar sem setlög af mismunandi þykkt koma í jarðgöng. Skoðað yrði hegðun setlaga miðað við mismunandi þykkt, styrk og bergspennur. Í módelinu yrði virkni endafestra bergbolta og fullt innsteyptra bolta til styrkinga við þessar aðstæður skoðaðar til að meta hverskonar bergboltar henta best. Formbreytingar setlaga hafa löngum valdið vandræðum við jarðgangagerð á Íslandi bæði við gröft og svo jafnvel fleiri árum eftir gröft. Markmið verkefnisins er að fá betri skilning á hegðun setlaga og þar með forsendur til að betrumbæta hönnun á styrkingum til að forðast óæskileg atvik í jarðgöngum í framtíðinni. 

Tilgangur og markmið:

 

Rannsóknarspurningin er hvernig týpu af bergboltum er best að nota við styrkingar á seti.

Tilgangur og markmið verkefnisins er að:

  • Skoða við FEM hvernig týpisk setlög í tertíerjarðlagastaflanum hegða sér við mismunandi bergspennur.
  • Öðlast betri skilning á hvernig endafestir bergboltar og fullt innsteyptir bergboltar hegða sér við formbreytingar á setlögum sem verða í veggjum jarðganga.
  • Niðurstöður munu betrumbæta hönnun við styrkingar í jarðgöngum með því að nota réttar styrkingar sem minnki líkur á óæskilegum atvikum við gröft og eftir opnun mannvirkisins.

Markmið verkefnisins er að fá betri skilning á hegðun setlaga og þar með forsendur til að betrumbæta hönnun á styrkingum til að forðast óæskileg atvik í jarðgöngum í framtíðinni. Slík atvik eru kostnaðarsöm og geta valdið töfum á jarðgangagerð, lokun á umferð jarðganga meðan verið er að gera við, og síðast en ekki síst geta slík atvik valdið vegfarendum mikinn skaða.