Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Framúraksturskaflar á Hringvegi milli Reykjavíkur og Akureyrar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Þarfagreining

Í þarfagreiningu er öll leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar skoðuð gróflega og aflað tiltækra gagna um aðstæður til framúraksturs og reynslu af raðamyndun á Hringveginum.

Þar er meðal annars stuðst við:

 1. Samtöl við veghaldara og vegalögreglu  í viðkomandi umdæmi
 2. Veghönnunarteikningar, plan- /hæðarlegu og sjónlengdar- og framúrakstursmerkingar yfirborðs
 3. Vettvangsskoðun kaflans og þá sérstaklega valda, krítíska staði.
 4. Upplýsingar um hraða og fjölda ökutækja úr umferðarteljurum Vegagerðarinnar.

Þarfagreiningu lýkur með samantekt og niðurstöðum þar sem fram koma:

 • Umfang raðamyndunar og áætlaður fjöldi bíla í röð á viðkomandi köflum
 • Meðalhraði raða samanborið við meðalhraða einstakra bíla sem eru ekki í röð
 • Samanburður og kortlagning staða með háum líkum á raðamyndun
 • Mat á árangri af gerð framúraksturskafla og líkleg minnkun raðamyndunar í nágrenni kaflans.

 

Frumhönnun

Í frumhönnun er valinn einn kafli sem fjallað hefur verið um í þarfagreiningu og gerð frumdrög fyrir hann.

Frumdrögin innihalda:

 • Grunnmynd með köntum, yfirborðsmerkingum og sjónlengdum ásamt langsniði og þversniði
 • Umfjöllun um útfærslur og tilvísanir í innlenda og erlenda staðla
 • Útlitsmyndir gjarnan úr 3D líkani þar sem breikkaður vegkafli er felldur inn ljósmynd eða veglíkan út frá loftmynd
 • Kostnaðarmat

Mat á virkni úrbóta valins kafla í frumdrögum, þ.e. mat á líkindafræðilegri styttingu raða miðað við óbreytt ástand á nokkurra tuga kílómetra langri vegalengd við og á framúraksturskaflanum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að gera þarfagreiningu á nýjum framúrakstursköflum (gerð 2 + 1 kafla) á milli Reykjavíkur og Akureyrar og gera frumdrög að einum völdum kafla og greina áhrifin á þeim aðgerðum.

Tilgangur og markmið:

Aukið umferðaröryggi

Stytting ferðatíma

Hækkun þjónustugráðu umferðar á Hringveginum

Gert grein fyrir kostnaði við mögulegar aðgerðir og gerður kostnaðarsamanburður við hefðbundna byggingu 2+1 kafla á lengri samfelldum köflum.