Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Skaðlegar leirsteindir í steinefni fyrir klæðingar og annað slitlagsefni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmiðið rannsóknarinnar er að kanna hvort stöðluð aðferð, eins og blámapróf samkvæmt IST EN 933-9, nýtist til að aðgreina gott steinefni í klæðingar frá steinefnum með skaðlegum steindum. 

Tilgangurinn er að geta á markvissan og auðveldan hátt greint skaðlegt steinefni frá skaðlausu þegar efnisprófanir eru gerðar á klæðingarefni. Þeirri spurningu er varpað fram hvort staðlað blámapróf nýtist til þessa.

Markmiðið með því að halda áfram með þunnsneiðagreiningar er að fá betra yfirlit yfir það hvar steinefnið dregur í sig blámann, hvernig dreifingin er og fá það staðfest hvaða fasar litast. Notuð verður bergfræðismásjá Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir þennan hluta rannsóknarinnar. Unnið er með þá tilgátu að ekki einungis skiptir máli að smektít er til staðar í steinefni heldur og ekki síður að dreifingin hafi áhrif á þann veg að það hafi til muna skaðlegri áhrif ef smektítið myndar samtengdar æðar samanborið við ef það er einungis til staðar á afmörkuðum svæðum. 

Safnað hefur verið sýnum úr fimm klapparnámum. Gerðar hafa verið þunnsneiðar af þessum sýnum og verða þær skoðaðar í bergfræðismásjá, bæði lituðum og ólituðum. Niðurstöður verða bornar saman við niðurstöður blámaprófs. Um er að ræða framhald af rannsókn sem hefur verið styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.

 

Tilgangur og markmið:

 

Markmiðið rannsóknarinnar er að kanna hvort stöðluð aðferð, eins og blámapróf samkvæmt IST EN 933-9, nýtist til að aðgreina gott steinefni í klæðingar frá steinefnum með skaðlegum steindum. 

Tilgangurinn er að geta á markvissan og auðveldan hátt greint skaðlegt steinefni frá skaðlausu þegar efnisprófanir eru gerðar á klæðingarefni. Þeirri spurningu er varpað fram hvort staðlað blámapróf nýtist til þessa.

Markmiðið með því að halda áfram með þunnsneiðagreiningar er að fá betra yfirlit yfir það hvar steinefnið dregur í sig blámann, hvernig dreifingin er og fá það staðfest hvaða fasar litast. Notuð verður bergfræðismásjá Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir þennan hluta rannsóknarinnar. Unnið er með þá tilgátu að ekki einungis skiptir máli að smektít er til staðar í steinefni heldur og ekki síður að dreifingin hafi áhrif á þann veg að það hafi til muna skaðlegri áhrif ef smektítið myndar samtengdar æðar samanborið við ef það er einungis til staðar á afmörkuðum svæðum. 

Safnað hefur verið sýnum úr fimm klapparnámum. Gerðar hafa verið þunnsneiðar af þessum sýnum og verða þær skoðaðar í bergfræðismásjá, bæði lituðum og ólituðum. Niðurstöður verða bornar saman við niðurstöður blámaprófs. Um er að ræða framhald af rannsókn sem hefur verið styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar.