Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Ástand spennikapla í spenntum brúm

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um ástand spennikapla í steyptum brúm. Safnað verður upplýsingum um spenntar brýr og valdar brýr verða skoðaðar með sjónskoðun og skaðlausum prófunaraðferðum. Gerð verða drög að leiðbeiningum að breyttu framkvæmdaeftirliti með slíkum brúm sem eru í takt við það sem gerist í nálægum löndum.

Tilgangur og markmið:

 

1. Taka saman mögulegar aðferðir við mat á ástandi spennikapla í steyptum brúm  

2. Safna saman gögnum frá hönnun og framkvæmd varðandi grautun og uppspennu eftirspenntra brúa  

3. Greina brýr sem gætu verið orðnar viðkvæmar gagnvart tæringu spennikapla 

4. Gera drög að leiðbeiningum varðandi framkvæmdaeftirlit fyrir eftirspenntar brýr.  

5. Gera sjónskoðun/prófanir á völdum brúm