Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Samanburður jarðtæknilegra boraðferða til að auka öryggi túlkunar á jarðlögum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Rannsóknarverkefnið felur í sér samanburð á mismunandi boraðferðum og heildarsýnatöku úr jarðvegsniði á sama stað.  

Þær boraðferðir sem bornar verða saman eru:  

Snúnings- og þrýstiborun (Dreietrykksondering) 
Borro (höggborun) (Ramsondering) 
Heildarborun (Totalsondering) 
Þrýstiborun, CPT (Cone Penetration Test) 

Þær aðferðir sem notaðar verða til samanburðar og til að átta sig betur þeim jarðvegi sem um ræðir eru: 

Sýnataka (hreyfð og óhreyfð sýni) Gryfjur 
Snigilborun 
Rannsókn á sýnum á rannsóknarstofu 

Þessir aðferðir eru ólíkar og henta misvel við mismunandi jarðtæknilegar aðstæður. Hluti af rannsókninni nær yfir samanburð höggborunar á sjó og tengingu við CPT prófun á landi, eins nærri staðsetningu sjóborunar og hægt er.   

Nauðsynlegt er að rannsaka þetta samband við íslenskar aðstæður þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir eigindum mismunandi jarðvegslaga og hvernig þau lýsa sér í mismunandi boraðferðum. Verkefnið tengist að hluta verkefni sem var samþykkt 2022 og fjallar um túlkun á jarðvegskönnun og innleiðingu gINT jarðtækniforritsins. Sú rannsókn hefur leitt í ljós að samanburðarhæf gögn liggja yfirleitt ekki fyrir. T.d. er lítið um það að mismunandi boraðferðum sé beitt á sömu stöðum og heildarsýnataka úr jarðvegssniði hefur ekki verið framkvæmd samhliða borunum. 

Tilgangur og markmið:

 

Verkefnið snýr að spurningunni um hvort mismunandi boraðferðir séu samanburðarhæfar og þá hvernig þær henta mismunandi jarðvegsaðstæðum. Markmiðið er að hjálpa til við og auka öryggi jarðtæknilegra túlkana á borniðurstöðum. Með tengingu milli CPT prófa, sýnatöku og mismunandi boraðferða verður til túlkunarrammi sem nýtist þeim sem koma að túlkun gagnanna, hvort sem er hjá Vegagerðinni eða utan hennar.