Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Hjólalausnir við gatnamót Uppfærsla á hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Hönnun á hjólastígum hefur verið í mikilli þróun síðustu ár. Vegagerðin gaf út hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar árið 2019 en þar eru tækifæri til að bæta úr leiðbeiningum í og við gatnamót. Verkefnið mun afmarkast við þann hluta hjólastígahönnunar sem snýr að því að leiða hjólandi gegn um gatnamót. Hvort sem um er að ræða gatnamót með eða án ljósastýringar, krossgatnamót, T-gatnamót eða hringtorg.

Litið verður til reynslu frá Danmörku, Hollandi og Noregi en höfuðáhersla lögð á að laga leiðbeiningarnar að íslenskum aðstæðum og skila skýrum, myndrænum leiðbeiningum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að útbúa leiðbeinandi viðmið fyrir hjólalausnir fyrir vega- og gatnamót sem hægt er að styðjast við á hönnunarstigi framkvæmda.

Slík leiðbeinandi viðmið munu stuðla að samræmdri hönnun, draga úr hættu sem skapast við vega- og gatnamót þar sem hjólandi umferð er og bæta þar með umferðaröryggi. Að auki gætu leiðbeiningarnar nýst í umferðaröryggisrýni og -mati.