Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Flutningur hættulegra efna og áhrif á vegakerfið

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Beita þarf nýjum aðferðum við mat á áhættu vegna umferðar og flutninga hættulegra efna, sem geta haft mikil áhrif á gangamannvirki, aðliggjandi og ofanáliggjandi byggingar, sem og öryggi innviðakerfisins í heild. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um flutning hættulegra efna og áhrifa verstu atburða, s.s. sprenginga eða eiturefnaleka.

Áhrifin geta verið sérstaklega mikil í stokkum í borgarumhverfi, sem fela í sér aðrar áhættur en hefðbundin gögn og opnir vegir. Eitt af markmiðum slíkra mannvirkja er að þétta byggð að vegum og jafnvel byggja ofan á mannvirkinu. Slíkt hefur í för með sér að afleiðingar vegna stærri atburða, svo sem sprenginga og efnaslysa geta orðið meiri.

Í þessu verkefni verða skoðaðir eftirfarandi þættir varðandi hættuleg efni:

  • Flutningur á hættulegum efnum svo sem sprengiefnum fer að miklu leiti um vegakerfi landsins. Í verkefninu verður aflað upplýsinga um flutninga slíkra efna og hvernig þeirra hafa áhrif á áhættumat. Fjallað verður um lagaumhverfi og kröfur.
  • Fjallað verður um hvernig flokkun flutninga hættulegra efna geti orðið og sem innlegg í hönnunarforsendur tengdum vegakerfinu. Einnig verða settar fram tillögur að magni og fyrirkomulagi flutninga (takmörkunum) sem hafa áhrif á áhættumat.
  • Einn af áhættuþáttum er aðkoma og aðgerðir viðbragðsaðila. Snögg viðbrögð sem byggjast á upplýsingum af vettvangi, aðkomumöguleikum og aðstöðu til viðbragða á staðnum. Skoðað verður hvaða þættir eru mikilvægir í að tryggja þessa þætti m.v. aðstæður á Íslandi.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er eftirfarandi:

  • Að greina flutninga á hættulegum efnum, umfang og tíðni.
  • Meta hvaða afleiðingar þeir hafa á áhættu í vegakerfinu og á nærliggjandi mannvirki.
  • Fjallað verður um möguleg heildar viðbrögð vegna stærri atburða, sem geta haft miklar afleiðingar í för með sér.