Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Vegagerðin og hagsmunir ferðaþjónustu á landsbyggðinni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið snýst um að afla aukinnar þekkingar á viðhorfi ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni til Vegagerðarinnar; þjónustu stofnunarinnar við ferðamenn (vegfarendur), öryggismál og upplýsingagjöf, umhverfismál, forgangsröðun framkvæmda, fræðslu og aðra þætti á verksviði hennar. Allt atriði sem skipta ferðaþjónustu á landsbyggðinni miklu máli, sérstaklega í ljósi vaxandi heilsársferðaþjónustu.

Tilgangur og markmið:

 

Hver er viðhorf ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni til vegagerðar á Íslandi, þjónustu Vegagerðarinnar við ferðamenn (innlenda og erlenda, sumar og vetur), öryggismála, upplýsingagjafar og fræðslu varðandi vegi o.fl.? Hver er afstaða þeirra til aukinnar sjálfbærni og umhverfislegra markmiða í samgöngum (grænna lausna)? Hvaða verkefni í vegamálum telja þeir mikilvægust í sínum landshluta (nefna þrjú og forgangsraða þeim...1,2,3). Eru væntingar til Vegagerðarinnar meðal ferðaþjónustuaðila mismunandi eftir landshlutum?

Til að svara þessum spurningum og öðrum verður framkvæmd ítarleg netkönnun (20-30 spurningar) á Survey Monkey meðal félaga í öllum Markaðsstofum landshlutanna. Þær eru nú sex talsins;  á Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi (sjá: www.markadsstofur.is). Einnig verður leitað álits Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Ferðamálastofu. Haft verður samráð við fulltrúa Vegagerðarinnar og forstöðumenn Markaðsstofa landshlutanna við undirbúning og hönnun spurningalista. Gert ráð fyrir að ná minnst 200 svörum ferðaþjónustuaðila.

Tilgangur rannsóknarinnar er hún nýtist Vegagerðinni í áætlanagerð og til að auka þekkingu stofnunarinnar á skoðunum og væntingum ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni til þeirra þátta sem spurt er um. Einnig að hún stuðli að nánara samstarfi Vegagerðarinnar og fulltrúa ferðaþjónustunnar hvað varðar ýmsa þætti er snúa að öryggi á vegum, þjónustu við ferðamenn o.fl..