Almenn verkefni 2021

Heiti verkefnis : 

Legulausar brýr – bætt viðhald og sjálfbærni í brúarhönnun

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmiði með verkefninu er athuga hvort hægt sé að finna góðar og skilvirkar lausnir við hönnun legulausra brúa á Íslandi. Hér er þá átt við fremur stuttar brýr sem eru án þensluskila. Brýr á Íslandi eru oftar en ekki hannaðar á legum og jafnvel með þensluskilum. Viðhald slíkra lausna getur verið dýrt og þarf því að gera ráð fyrir í hönnun að geta skipt um og viðhaldið kostnaðarsömum legum og þensluskilum.

Þetta getur verið oft á tíðum mjög kostnaðarsamt og er eitt af markmiðum verkefnisins að skoða nákvæmlega þennan kostnaðarmun.

Til þess á að nota líftíma kostnaðargreiningu (LCC) á einhver ný byggðri brú og bera saman við legulausa hönnun. Þetta væri gert til að sjá hversu mikill sparnaður yrði á líftíma brúarinnar og þar með sparaður heildarkostnaðar yfir líftímann og aukin sjálfbærni.

Legulausar brýr án þensluskila eru þó alls ekki án vandamála og geta komið allskonar vandamál við útfærslu slíkra lausna. Það sem er atriði er að ef um stuttar lengdir er að ræða er vel hægt að hafa brýr án þensluskila og ekki á legum. Verkefnið er því að kortleggja hugsanlega áskoranir varðandi hönnun legufríar brúa, bæði tæknilegar og mögulegar svæðisbundnar áskoranir.

Stuttar legulausar brýr án þensluskila hafa þó oftar en ekki þótt vænlegur kostur í löndunum í kringum okkur og því vert að skoða frekar. Þar er helst ástæðan viðhaldskostnaður.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er þríþætt:

- Skoða hvaða lausnir eru til og hafa reynst vel annarstaðar í heiminum á legulausum brúm, þ.e.a.s. upplýsinga söfnun um slíka gerð brúa („literature survey“). Með þessu væri hægt að koma með álykta hvað gæti hentað vel á Íslandi. 

- Að sjá hvaða áhrif svona lausnir hafa á líftíma kostnað byggingarinnar (LCC-greiningu). Þannig sjá hvað sparast í viðhaldskostnað og hvernig það gæti þar með aukið sjálfbærni byggingarinnar.

- Gera greiningu á því við hvaða aðstæður hentar að nota legulausar brýr. Áskoranir geta verið bæði tæknilegar og landfræðilegar.