Almenn verkefni 2019

Hér er birtur listi yfir þau almennu verkefni sem fengu fjárveitingar á árinu 2019.
Skýrslur vegna verkefnanna eru birtar undir vefflokknum Rannsóknarskýrslur
(Flokkun verkefna er ákveðin af umsækjendum)

 

Mannvirki

Áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni

Áreiðanleikagreining brúa vegna jarðskjálfta á Suðurlandsbrotabeltinu

Basalttrefjar til styrkinga í sprautusteypu

COST TU1406 - BridgeSpec

Efnisgæðaritið - leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur

Einkenni jarðskjálftasvörunar hraunlaga undir vegum og brúm út frá mælingum á jarðóróa

Endurskoðun á líkindadreifingu ölduhæðar á hafinu umhverfis Ísland

Endurskoðun burðarþolsleiðbeiningar Vegagerðarinnar

Handbók fyrir framkvæmdaeftirlit hjá Vegagerðinni

Jarðþrýstingur vegna jarðskjálftaáraunar á brýr og stoðveggi á svæðum þar sem um háa jarðskjálftahröðun er að ræða

Kortlagning á mögulegum skriðflötum í berghlaupaseti í Almenningum á Tröllaskaga með TDR aðferð

Mat á aðgerðum sem stuðla að bættu öryggi vegkafla og vegamóta - TARVA aðferðin

Meðhöndlun óvissrar framtíðar í sveigjanlegri og aðlögunarhæfri skipulagsgerð fyrir hafnir

Mikilvægi mótlægra umferðarljósa

Notkun á yfirborðsbylgjum við mat á stífnieiginleikum jarðvegs og jarðvegsfyllinga

Notkun Coltrack við að gera malarvegi að bundu slitlagi á Íslandi

Notkun þurrdokku og efnisins Humidur við bryggjuviðgerðir

Seismic vibration control of bridges with nonlinear tuned mass dampers.

Slitlög

Tæring á hægtryðgandi stáli við íslenskar aðstæður

Tæring málma í andrúmslofti á Íslandi

Umhverfisvæn brúarsteinsteypa - 2. áfangi

Veflausn með daglegum rennslisspám sem byggir á hliðstæðri greiningu veðurgagna

Vegorðasafn - skilgreiningar og skýringar á hugtökum

Yfirfærsla á dýptarmælingum í GIS kerfi og rannsókn á dýptarbreytingum í höfnum við Ísland

Þróun á endafrágangi brúarmannvirkja til að lágmarka viðhald vega við brúarenda

 

Umferð

Akstur erlendra ferðamanna um hringveginn, Snæfellsnes og Vestfirði

Áhrif vinds á farartæki

Áreiðanleikaprófun og kvörðun hálkumæla

Breytileg umferðarmerki

Djúpgreining slysa, með meiðslum, við framanákeyrslu, 2014-2018

Farsímagögn inn í umferðarlíkan – fyrstu skref

Greina aðstæður fyrir óvarða vegfarendur með myndgreiningu

Greining á kerfum og vinnuumhverfi í vaktstöð Vegagerðarinnar

Hönnunarforsendur og samræming veglýsingar í þéttbýli og dreifbýli

Leiðarveðurspáþjónustur Veðurstofu Íslands

NorDust II - Líkanreikningar á svifryksmengun vegna umferðar

Notkun reiknilegra straumfræðilíkana við mat á slysaáhættu ökutækja

Samanburður á ferðatíma Strætó og einkabílsins innan höfuðborgarsvæðisins

Stoppistöðvar á þjóðvegum - Hönnunarleiðbeiningar

 

Umhverfi

Afkoma og hreyfing Breiðamerkurjökuls og afrennsli leysingavatns til Jökulsárlóns á Breiðamerkursandi

Áhrif breytinga Skeiðarárjökuls á farveg og rennsli Súlu.

Áhrif vega á þéttleika fugla

Áreiðanleiki hviðuspáa í Harmonie-Arome líkaninu, fylgni spáa, viðvarana og mælinga.

Decarbonization Scenarios for the Reykjavik’s passenger transport: The combined effects of behavioral changes and technological developments

Deiliskipulag á lágsvæðum - Leiðbeiningarit

Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli

Endurunnið malbik á Íslandi

Grímsvatnahlaup: vatnsgeymir, upphaf og rennsli

Hefur fjölgun kærumála vegna framkvæmdaleyfa haft áhrif á mat á umhverfisáhrifum?

Landmótun fornra ísstrauma á Norðausturlandi

Ólafsfjarðarvegur við Sauðanes. Stöðuskýrsla mælinga á snjóflóðaþili

Rannsóknir á snjóflóðum ofan Flateyrarvegar

Sjálfbærnimat íslenskra vegaframkvæmda - framhald

Þróun vatnsgeyma undir sigkötlum Mýrdalsjökuls séð með íssjá

 

Samfélag

Áhrif af innleiðingu deilibíla á ferðavenjur og bílaeign

Félagsleg vistferilsgreining

Hugsanleg áhrif skýrslu World Health Organization um umhverfishljóð í Evrópusambandinu á löggjöf á Íslandi

Samflutningur farþega og farms - bættar almenningssamgöngur á landsbyggðinni

Sjálfbært höfuðborgarsvæði 3: búsetustaðsetning og ferðamátar ungs fólks