Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Umferðaröryggisrýni samantekt athugasemda og svara

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felur í sér að fara yfir niðurstöður þeirra umferðaröryggisrýna sem framkvæmdar hafa verið fyrir og af Vegagerðinni á árunum 2019-2021. Farið verður yfir athugasemdir og ábendingar sem þar koma fram og verður lögð áhersla á 2. stigs rýni (verkhönnun). Verkefninu er ætlað að svara eftirfarandi spurningum:

·         Hvaða atriði er oftast verið að gera athugasemdir við?

·         Er erfitt að taka tillit til athugasemda?

·         Er tekið til allra atriða sem koma fram við umferðaröryggisrýni? Ef ekki er þá einhver atriði sem verða alltaf út undan?

·         Helstu ástæður fyrir því að ekki er tekið tillit til athugasemda.

Árið 2016 var gerð sambærileg rannsókn, styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar, sem mun verða borin saman við niðurstöður þessarar rannsóknar og gefa til kynna hvernig umferðaröryggisrýni hefur þróast síðastliðin ár.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið verkefnisins er að fara yfir þær umferðaröryggisrýnir sem hafa verið gerðar á vegum og fyrir Vegagerðina. Markmiðið er að fá úr því skorið hvort að athugasemdir og ábendingar sem þar koma fram séu alltaf af sama meiði og þá hvort að hægt væri að koma í veg fyrir þær t.d. með því að skerpa á einhverju atriðum við upphaf hönnunarferils mannvirkja. Þá verða niðurstöður bornar saman við sambærilega rannsókn frá 2016.  Niðurstöðurnar ættu að nýtast hönnuðum sem verkkaupum.