Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Kolefnisreiknir fyrir innviði

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í framkvæmdum og rekstri innviða á Íslandi verður töluverð losun gróðurhúsalofttegunda vegna nýframkvæmda, viðhalds og þjónustu. Innviðaframkvæmdir krefjast einnig mikils magns hráefna me sínu innbyggða kolefnisspori. Því er mikilvægt að hægt sé að leggja mat á kolefnisspor framkvæmda á einfaldan hátt, bæði á hönnunar og framkvæmdarstigi. Verkefnið snýst því um að aðlaga líkönin frá öðrum norðurlandaþjóðum að íslenskum aðstæðum, bæði hvað varðar losunarstuðla og sér íslenskar aðstæður aðrar. Reiknilíkanið yrði nýtt verkfæri til að meta á heildstæðan og samræmdan hátt kolefnisspor innviðaframkvæmda á Íslandi. Ekkert sambærilegt verkfæri er til fyrir íslenskan markað og aðstæður sem stendur. Samræmdir útreikningar af þessu tagi nýtast til að taka ákvarðanir um hönnun út frá loftslagssjónarmiðum og einnig að miðla árangri út á við.

 

Tilgangur og markmið:

 

Í framkvæmdum og rekstri innviða á Íslandi verður töluverð losun gróðurhúsalofttegunda vegna nýframkvæmda, viðhalds og þjónustu. Innviðaframkvæmdir krefjast einnig mikils magns hráefna me sínu innbyggða kolefnisspori. Því er mikilvægt að hægt sé að leggja mat á kolefnisspor framkvæmda á einfaldan hátt, bæði á hönnunar og framkvæmdarstigi.

Norrænu systurstofnanir Vegagerðarinnar setja auknar kröfur sem snúa að umhverfisáhrifum innviða. Þar á meðal eru reikningar á kolefnisspori framkvæmda strax á hönnunarstigum sem er forsenda þess að hægt sé að taka kolefnissporið inn í hönnunarforsendur. Hjá norrænu nágrannaþjóðunum eru notuð reiknilíkön í formi töflureiknis sem tengist útboðsnúmerum þeirra stofnana sem hafa framkvæmdirnar á hendi. Ekkert slíkt líkan er til sem stendur fyrir Ísland.

Verkefnið snýst því um að aðlaga líkönin frá öðrum norðurlandaþjóðum að íslenskum aðstæðum, bæði hvað varðar losunarstuðla og sér íslenskar aðstæður aðrar. Efla verkfræðistofa, Reykjarvíkurborg, Kópavogsbær, Ístak, Samband íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðin sóttu um styrk í Loftslagssjóð til að vinna að gerð líkansins sem yrði opið öllum (sjá fylgiskjal kolefnisreiknir fyrir innviði - umsókn í loftslagssjóð). Aðeins er sótt um styrk fyrir framlag Vegagerðarinnar í þessari umsókn. Takmarkið er að búa til líkan sem hægt er að nota til að meta kolefnisspor framkvæmdar á öllum stigum, bæði á hönnunarstigum og við útboð til framkvæmda. Styrkurinn sem sótt er um hér yrði nýttur innan Vegagerðarinnar til að líkanið myndi tengjast sem best útboðsnúmerum og verklagi hér innanhúss svo notkun og innleiðing yrði auðveld.