Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Malbiksrannsóknir

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Umsóknin skiptist í sjö aðskilda verkþætti og ítarleg umsókn í heild sinni rúmast því ekki innan þess stafafjölda sem gert er ráð fyrir á þessu umsóknareyðublaði. Því er bent á að nánari lýsingu á einstökum verkefnaþáttum er að finna í viðhengi við þessa umsókn og er óskað eftir að litið verði á það viðhengi sem hina eiginlegu umsókn.

Umsóknin skiptist upp í eftirfarandi verkþætti:

 1. Áhrif fínleika og efnisgerðar mélu (e. filler) á eiginleika malbiks: Útbúnar verða 6 gerðir af malbiki þar sem allir þættir eru eins nema gerð mélu og gert Marshallpróf á þeim. Niðurstöður verða bornar saman við ýmsar mælingar sem gerðar hafa verið á þessum mélugerðum.
 2. Hitadreifing í malbiki við útlögn: Vegagerðin hefur stefnt að því að geta sjálf unnið með frumgögn sem aflað er með hitamyndavélum. Reiknað er með að afla nauðsynlegra forrita og þekkingar innanhúss til að svo megi verða.
 3. Þunnt stífmalbik - hagkvæmni og raunhæfur valkostur: Fylgst verður með köflum sem lagðir hafa verið með 35 mm malbiki og mæla meðal annars með veggreini. Ástæða er til að taka saman gögn um hjólfaramyndun og almennt ástand kaflanna.
 4. Holrýmdarkröfur í stífmalbiki: Útbúnar verða prófblöndur á malbiki með sex mismunandi kornadreifingum. Bikgerð, bikmagn, gerð steinefnis, gerð mélu og íblendi verða fastar. Ýmsar prófanir verða gerðar á eiginleikum þessara blandna.
 5. Viðgerðir á malbiki: Leitað verður leiða til að draga úr kostnaði með nýjum gerðum viðgerðarefna á sama tíma og gæðin væru aukin ef kostur er. Lagt verður mat á núverandi aðferðir og reynt að leggja til nýjar, sem sagt sprungu- og holufyllingar.
 6. Mælingar á hemlunarviðnámi: Með nýjum og uppfærðum mælibúnaði er áhugavert að rannsaka betur þróun hemlunarviðnáms á nýlögðu malbiki á mismunandi köflum með mismunandi umferðarþunga, staðsetningu og gerð. Einnig verða brúargólf mæld með tilliti til öryggisþátta.
 7. Endurvinnsla malbiks í malbik: Fylgst verður náið með endingu og ástandi kafla m, m.a. með veggreininum með mismiklu kurli og birt í skýrslu.

Tilgangur og markmið:

 

Sjá nánari lýsingu á tilgangi og markmiðum verkþátta í fylgiskjali.

 1. Áhrif fínleika og efnisgerðar mélu (e. filler) á eiginleika malbiks: Kanna með prófblöndum hvaða áhrif mismunandi gerðir mélu hafa á einleika malbiks með það fyrir augum að meta hvort ástæða er til að gera kröfur um að viðbætt méla af ákveðinni gerð verði bætt við eiginmélu í stöð.
 2. Hitadreifing í malbiki við útlögn: Markmiðið er að samfelldar hitamyndir verktaka skili sér til Vegagerðarinnar til að tryggja rétt hitastig við útlögn og þjöppun.
 3. Þunnt stífmalbik - hagkvæmni og raunhæfur valkostur: Taka út þunna stífmalbikskafla sem lagðir hafa verið í og við höfuðborgina og leggja mat á fýsileika þess að fara í lagnir með færanlegum stöðvum á stærri skala.
 4. Holrýmdarkröfur í stífmalbiki: Að kanna með prófblöndum og prófunum hvort auknar kröfur um holrýmd í stífmalbiki hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á efniseiginleika þess á heildina litið.
 5. Viðgerðir á malbiki: Að bæta viðgerðir og nýta fjármagn betur. Ef vel tekst til að bæta viðgerðir gæta það leitt til betri endingar.
 6. Mælingar á hemlunarviðnámi: Að auka við þekkingu á hemlunarviðnámi bæði á nýju og eldra malbiki.
 7. Endurvinnsla malbiks í malbik: Að fylgjast með köflum sem lagðir voru síðasta sumar með mismiklu magni malbikskurls, nokkurs konar forrannsókn á því hversu hátt hlutfall af malbikskurli er hægt að nota í malbik.