Almenn verkefni 2022

Heiti verkefnis : 

Áhrif á öryggi gangandi vegfarenda vegna AllGreen umferðarljósafasa

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Við gatnamót Suðurstrandar/Nesvegs var skipt út umferðarljósum haustið 2021. Eftir breytingu eru umferðarljósin með „All-Green“ ljósafasa og er tilgangurinn með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi gangandi. Ljósin voru áður með grænt gönguljós samhliða akstursstefnu.

Þar myndaðist því tækifæri til að afla gagna um ástand fyrir og eftir breytingu til að meta áhrif framkvæmdarinnar á umferðaröryggi. Aðferðarfræðin snýst um að taka upp myndefni við gatnamótin og nota nýstárlega myndgreiningartækni til að meta fjölda hættulegra atburða („næstum-því-slysa“) sem koma að öðru leiti ekki fram í hefðbundinni slysatölfræði. 

Fjármagn fékkst frá Vegagerð fyrir fyrri hluta rannsóknarinnar. Sótt er um framlag úr rannsóknarsjóði Vegagerðar og mótframlag frá Seltjarnarnesbæ fyrir seinni hluta verkefnis.

Tilgangur og markmið:

 

Markmiðið með rannsókninni er að leggja tölfræðilegt mat á áhrif „All-Green“ göngufasa á umferðaröryggi. Ný myndgreiningartækni yrði notuð til að öryggisgreina gatnamótin Suðurströnd/Nesvegur fyrir og eftir upptöku „All-Green“ fasa, sem yrði svo sett í samhengi við rannsóknir erlendis frá og slysagreiningu á gönguljósum á Íslandi.