Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Eru áherslur mótvægisáhrifa í samræmi við vænt áhrif umhverfismats

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Samkvæmt lögum nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er mótvægisaðgerðum ætlað að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar eða áætlunar. Í rannsókn sem gerð var 2019 um eftirfylgni mótvægisaðgerða viðruðu viðmælendur hjá fagstofnunum áhyggjur um að ákveðins samhengisleysis gæti milli þeirra mótvægisaðgerða sem lagðar eru fram og væntra umhverfisáhrifa framkvæmda. Eðlilegt væri að megin áhersla væri lögð á að koma í veg fyrir og draga úr áhrifum af þeim þáttum sem eru taldar leiða til mestu umhverfisáhrifanna og svo koll af kolli. Ef mótvægisaðgerðum er ekki beint að veigamestu umhverfisáhrifum má segja að það skorti samhengi við megin niðurstöður umhverfismats.

Verkefnið snýr að því að skoða hverjar áherslur mótvægisaðgerða hafa verið í umhverfismatsskýrslum fyrir innviðaframkvæmdir (vegi og raflínur) á tímabilinu 2006-2022. Markmiðið er sjá hvort með mótvægisaðgerðum sé raunverulega verið að leitast eftir því að koma í veg fyrir og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif framkvæmda og hvort þeim sé beint að umfangsmestu umhverfisáhrifunum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana er að unnið sé að sjálfbærri þróun, heilnæmu umhverfi og umhverfisvernd með umhverfismati framkvæmda og áætlana. Liður í þessu er að leggja til mótvægisaðgerðir sem er ætlað að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfisáhrif fyrirhugaðrar framkvæmdar eða áætlunar. Þar af leiðandi er talið mjög brýnt að áherslur og dreifing mótvægisaðgerða sé í samræmi við vænt áhrif framkvæmda. Í því felst að megin áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir og draga úr áhrifum af þeim þáttum sem eru taldar leiða til mestu umhverfisáhrifanna og svo koll af kolli. Í verkefninu verða umhverfismatskýrslur fyrir innviðaframkvæmdir (vegi og raflínur) á tímabilinu 2006-2022 skoðaðar. Markmið verkefnisins er að greina mótvægisaðgerðir sem hafa verið mótaðar undanfarin ár, að hvaða umhverfisþáttum þær beinast að og hvert sé umfang þeirra umhverfisáhrifa.