Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Könnun á jarðlagaskipan berghlaupa í Almenningum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Allt frá því að Siglufjarðarvegur um Almenninga var lagður árið 1968 hafa orðið töluverðar skemmdir vegna sigs á og í kringum vegstæði hans, á um 5-6 km löngum kafla frá Hraunum og norður að Almenningsnöf. Umfangsmikil kortlagning og rannsóknir hafa verið gerðar á svæðinu á undanförnum árum og áratugum til að finna orsakir sigsins. Þrjú stór og nokkur minni berghlaup hafa verið kortlögð á svæðinu. Nyrst er Tjarnardalaberghlaupið, svo Þúfnavallaberghlaupið og Hraunaberghlaupið syðst. Sameiginlegt með öllum þessum berghlaupum er að töluverð hreyfing er á efnismössum þeirra í dag, bæði við vegstæðið og eins utan þess. Mestar eru hreyfingarnar í Hrauna- og Tjarnardalaberghlaupunum þar sem hreyfingar nálgast um 1 m á ári við vegstæðið. Út frá greiningu á sögu sighreyfinga í berghlaupunum er ljóst að það er beint samband milli veðurfars, þ.e.a.s. úrkomu og leysinga, og sighreyfinga. Hreyfing berghlaupanna á og við vegstæði Siglufjarðarvegar er nokkuð vel þekkt en frá árinu 1977 hafa farið fram punktmælingar á nokkrum stöðum við vegstæðið. Þessar mælingar eru orðnar árvissar dag en voru mun stopulli til að byrja með. Árið 2022 var komið upp 9 GNSS stöðvum við vegstæði Siglufjarðavegar í Almenningum til að fylgjast með í fyrsta sinn færslu í rauntíma og einnig var settur upp úrkomumælir á svæðinu. Á sama ári fór fram greining á færslu í berghlaupsmössunum með svokallaðri „feature tracking“ aðferð sem sannar það í fyrsta sinn að allir berghlaupamassarnir eru á hreyfingu, en mismikilli þó. Í dag er þekking okkar á legu og útbreiðslu lausra jarðmyndanna á svæðinu nokkuð góð, en mun minna er vitað um eiginleika þeirra, s.s. kornastærðardreifingu, leirinnihald og leirgerð o.s.frv. Með þessu verkefni verður leitast við að kanna þessa eiginleika og skoða betur innri gerð þeirra með ýmsum setfræðilegum aðferðum og prófunum. Einnig er stefnt að því að skoða sprungu myndanir í og við vegstæðið með jarðsjá.

Tilgangur og markmið:

 

Allt frá því að Siglufjarðarvegur um Almenninga var lagður árið 1968 hafa orðið töluverðar skemmdir vegna sigs á og í kringum vegstæði hans, á um 5-6 km löngum kafla frá Hraunum og norður að Almenningsnöf. Umfangsmikil kortlagning og rannsóknir hafa verið gerðar á svæðinu á undanförnum árum og áratugum til að finna orsakir sigsins. Þrjú stór og nokkur minni berghlaup hafa verið kortlögð á svæðinu. Nyrst er Tjarnardalaberghlaupið, svo Þúfnavallaberghlaupið og Hraunaberghlaupið syðst. Sameiginlegt með öllum þessum berghlaupum er að töluverð hreyfing er á efnismössum þeirra í dag, bæði við vegstæðið og eins utan þess. Hreyfingarnar hafa verið mismiklar á milli ára og eins mismiklar eftir því hvar þær eiga sér stað en mestar eru þær í Hrauna- og Tjarnardalaberghlaupunum þar sem hreyfingar nálgast um 1 m á ári við vegstæðið. Ljóst er að undangröftur sjávar hefur áhrif á stöðuleika frambrúnar berghlaupanna, en með nýlegum greiningum hefur komið í ljós að öll berghlaupin eru meira eða minna á hreyfingu. 

Tilgangur verkefnisins er að kortleggja þykktir, útbreiðslu og setfræðilega eiginleika lausra jarðmyndanna, þ.e. berghlaupamassanna og undirliggjandi setlaga til að fá skýrari mynd af því hvers vegna þessar miklu hreyfingar eru að eiga sér stað. Mikilvægt er því að kortleggja betur þykktir og útbreiðslu setlag og nota til þess nýtt landlíkan sem gert var árið 2022. Einnig er ætlunin að taka sýni úr helstu setlagaeiningum á svæðinu og skoða eðliseiginleika þeirra, svo sem að gera á þeim kornastærðargreiningu, skoða fínefnahlutfall, röntgengreiningu (XDR) til að greina leir og leirtegundir. Einnig er fyrirhugað að nota jarðsjá (ground penetrating radar) til að kortleggja legu misgengja á og við vegstæðið og eins að skoða ef hægt er að greina þykktir jarðmyndanna.