Almenn verkefni 2023

Heiti verkefnis : 

Leiðbeiningar fyrir félagshagfræðilegar greiningar á samgönguverkefnum á Íslandi

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Hér á landi hefur ekki verið eins mikil hefð fyrir því að gera hagfræðilegt mat á fyrirhuguðum samgönguverkefnum. Það hefur þó nokkrum sinnum verið gert og nú síðast þegar Mannvit vann skýrslu, ásamt COWI, um félagshagfræðilegan ábata Sundabrautar.
Félagshagfræðigreining felst í því að taka saman kostnað og ábata, beinan og óbeinan, til þess að reyna að fá sem gleggstu mynd af arðsemi verkefnis. Þannig er til dæmis reiknað inn í slysatölur virði mannslífa og annarra þátta sem hafa ekkert fast markaðsvirði. Norðurlöndin hafa ráðist í umfangsmiklar rannsóknir á þessu sviði og eru til dæmis Noregur og Danmörk með sérstök félagshagfræðilíkön sem sérhvert samgönguverkefni er keyrt í gegnum. Þá eru niðurstöður líkansins ekki bindandi en þær eru þó notaðar svo almenningur fái að sjá að hvaða leyti pólitískar ákvarðanir liggja að baki, þ.e. hversu mikið er farið eftir félagshagfræðilegu mati hverju sinni.
Svo hægt sé að fara eftir félagshagfræðilegri greiningu margvíslegra verkefna þurfa greiningarnar að vera sambærilegar. Í eðli sínu snýst félagshagfræðileg greining meðal annars að meta huglæga þætti sem ekki hafa markaðsvirði og skiptir því forsendur og mat á hinum ýmsum stikum miklu máli í hverri greiningu fyrir sig. Sé greiningar aðferðin ekki samræmd er ótækt að bera saman verkefni og meta hvort verkefnið sé arðbært og hvort að verkefni A sé arðbærara en verkefni B.

Í þessu verkefni yrðu leiðbeiningar Evrópusambandsins skoðaðar ásamt þeirri aðferðarfræði sem Danmörk og Noregur notast við sínum greiningum. Markmiðið er útbúa einhvers konar leiðarvísi fyrir félagshagfræðilegar greiningar á Íslandi.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er gera leiðbeiningar fyrir félagshagfræði greiningar á samgönguverkefnum á Íslandi. Skoðað verður hvernig félagshagfræðigreiningar eru framkvæmdar á Norðurlöndunum, einkum og sér í lagi Danmörku og Noregi, sem og leiðbeiningar frá Evrópusambandinu í þessum efnum.
Þannig mun þessi vinna stuðla að því að þeir sem munu ráðast í félagshagfræðigreiningar á næstu árum hafi einhvern ramma til að styðja sig við og munu því greiningarnar verða samanburðarhæfari en þær hafa verið. Enginn rammi eða upplýsingar eru til eða hafa verið gefnar út á Íslandi og er enn fremur markmið verkefnisins að bæta úr því.