Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Prófun á tengingu milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls í stórum skala

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er prófa nýja tengingu milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls, sem miðar að því að lágmarka framkvæmdartímann á verkstað, í stórum skala. Í þessu verkefni verður notuð tenging sem hefur verið þróuð við Háskóla Íslands í samstarfi við Vegagerðina, BM Vallá og Vistu verkfræðistofu. Horft verður sérstaklega til notkunar tengingarinnar í gerð vegstokks. Fyrirhugað er að byggja tvö prófstykki í stórum skala þar sem fyrra prófstykki verður staðsteypt útfærsla og það síðara verður með nýju tengingunni.  

Verkefnið verður unnið sem tvö meistaraverkefni í byggingarverkfræði bæði við National Taiwan University of Science & Technology (1 nemandi) og við Háskóla Íslands (1 nemandi) í samstarfi við Vegagerðina.

Tilgangur og markmið:

 

Ný burðarvirki og byggingaraðferðir eru nauðsynlegar til að draga úr verktíma á framkvæmdastað. Ein lausn til að draga úr byggingartengdum töfum er að forsteypa burðareiningar utan vinnusvæðis og setja þær saman þegar þær koma á staðinn. Þessi nálgun bætir einnig öryggi starfsmanna og eykur byggingargæði.

Þessi rannsókn gengur út á að þróa nýja tengingu milli veggja (eininga) og staðsteypts sökkuls með því markmiði að einfalda framkvæmdina. 

Smíðuð verða tvö prófstykki í stórum skala og horft verður sérstaklega til notkunar tengingarinnar í gerð vegstokks. Ef leyfi fæst hjá Höfuðborgarsvæði Vegagerðarinnar, þá verður miðað við forhönnunar Sæbrautarstokks. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að sýna fram á að tengingin sé ekki aðeins kostur í gerð landstöpla brúa heldur líka í vegstokk.

Prófstykki 1 – Verður staðsteypt útfærsla. Fyrst er sökkull steyptur með standandi járnum, síðan er svo slegið upp fyrir veggnum og hann staðsteyptur. Prófstykkið verður viðmiðunarstykki fyrir prófstykki 2.

Prófstykki 2 - Smíðað með útfærslu nýrrar tengingar milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkulsema hér voru notuð stór steypustyrktarjárn í efri grind staðsteypts sökkuls. Með þessari útfærslu er hægt að nota færri járn sem bæði lágmarka  sem og veitir meira svigrúm við að þræða þau í gegnum eininguna. Stærri járn þýða stærri göt og þar með meira rými. Jafnframt er veggurinn með skerjárn í veggeiningunni.

Fyrirhugað er að prófanir fari fram haustið 2024 á tilraunagólfi byggingarverkfræðideildar National Taiwan University of Science and Technology. Háskólinn hefur til umráða vökvatjakka sem hafa getu til þess að prófa prófstykki í stórum skala, þ.e. 1000 kN tjakk og 2000 kN tjakk. Til samanburðar er vökvatjakkur Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar við Háskóla Íslands 100 kN.