Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Hjólreiðar í öllum veðrum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Veðurgögn og umferðargögn frá föstu hjólateljurunum á höfuðborgarsvæðinu verða borin saman til að fá niðurstöður um hvort veðurfar hefur áhrif á fjölda hjólandi. Þá gefa niðurstöður einnig til kynna hvort veður hefur áhrif á samgönguhjólreiðar eða hjólreiðar til afþreyingar. Þá verður einnig stefnt að því að skoða hvort mikill snjóþungi hefur áhrif á hjólreiðar en slíkar niðurstöður geta einnig gefið til kynna hversu góð gæði er á vetrarþjónustu á þeim stöðum sem hjólateljararnir eru staðsettir á.

Tilgangur og markmið:

 

Markmiðið er að nota veðurgögn og umferðartölur úr föstu hjólateljurunum á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort og hvernig veðurfar, þá aðallega hitastiga og úrkoma, hefur áhrif á fjölda hjólandi vegfarenda. Þá verður einnig skoðað hvort driefing hjólaumferðar hnikast til yfir sólarhringinn og hvort veðurfar hefur meiri áhrif á samgönguhjólreiðar eða hjólreiðar til afþreyingar.

Þá verður einnig skoðað hvort og hvernig fjöldi hjólandi breystist ef mikil snjókoma átti sér stað því slíkt getur gefið til kynna hversu góð vetrarþjónusta átti sér stað í þeim tilvikum.