Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Slys á óvörðum vegfarendum í myrkri

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Slysagreining á óvörðum vegfarendum á göngu- og hjólaþverunum á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins út frá birtuskilyrðum. Áhersla verður lögð á að greina slysin út frá dagsbirtuskilyrðum en einnig hvort góð götulýsing hefur áhrif á fækkun slysa.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja slys á óvörðum vegfarendum á þjóðvegum í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins og athuga hvort birtuskilyrði hafa áhrif á fjölda slysa. Slysin verða flokkuð út frá birtuskilyrðum, þ.e. dagsbirtu, og einnig verða önnur skilyrði skoðuð eins og árstíð þegar slys átti sér stað.