Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Skoðun á samsteypu milli forsteyptra stöpuleininga

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Markmið verkefnisins er þróa einfalda tengingu milli forsteyptra veggeininga til að lágmarka framkvæmdartímann á staðnum. Smíðuð verða tvö prófstykki í 60% skala og prófuð í tilraunastofu Iðn-og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík. Fyrra prófstykkið verður útfært með U-lykkjum sem er svo steypt saman á staðnum. Það síðara verður einfölduð tenging sem er jafnframt steypt á staðnum.
Verkefnið er unnið sem nemandaverkefni í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við Háskóla Íslands, Vegagerðina og BM Vallá.

Tilgangur og markmið:

 

Ný burðarvirki og byggingaraðferðir eru nauðsynlegar til að draga úr verktíma á framkvæmdastað. Ein lausn til að draga úr byggingartengdum töfum er að forsteypa burðareiningar utan vinnusvæðis og setja þær saman þegar þær koma á staðinn. Þessi nálgun bætir einnig öryggi starfsmanna og eykur byggingargæði.

Þessi rannsókn er hluti af verkefninu „Þróun nýrrar tengingar milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls“ og gengur út á að þróa nýja og einfalda tengingu milli tveggja forsteyptra veggeininga með því markmiði að einfalda samsetningu landstöpla á verkstað. Tenging sem Vegagerðin hefur notað nú þegar, í brú yfir Jökulsá á Dal við Hákonarstaði, gengur út á að U-lykkjur standa út úr einingum skarist og standandi steypustyrktarjárnum er stungið inn á milli. Mynd í viðhengi sýnir samsetningu veggeininga í vesturstöpli brúarinnar yfir Jökulsá á Dal.

Kostir U-lykkju tengingar milli veggeininga:
• Vægisstíf tenging
• Viðurkennd lausn
Ókostir:
Getur verið erfitt að láta veggeiningar passa saman í stóru mannvirki. Þetta getur verið stórt vandamál ef það gleymist að huga að samsetningu eininga á framleiðslustigi.