Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Ferðamyndun í blandaðri byggð

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Í þessu verkefni verður ferðamyndun í blandaði byggð kortlögð. I tilviksrannsókn verður RÚV-reitinn í Reykjavík tekinn fyrir og ferðir til og frá svæðinu vaktaðar með myndavélum og umferðargreinum. Stuðst verður við myndagreiningartól MioVision til að greina ferðir eftir ferðamátum sem og dreifingu ferða yfir sólarhringinn. Með myndgreiningu er hægt að meta fjölda gangandi og hjólandi samhliða því að telja ferðir með bíl. Samhliða verða innstig/útstig í strætó talin. Með þessu gefast mikilvægar upplýsingar um hvernig ferðamyndun og ferðamynstur í blandaðri byggð á höfuðborgarsvæðinu er. Með ríkari áherslu á blöndun byggðar eru upplýsingarnar greiningarinnar dýrmætar fyrir skipulags- og hönnunarvinnu sem og til að áætla umfang samgönguinnviða.

Einnig verða niðurstöðurnar bornar saman við sambærileg verkefni sem hafa metið umferðarsköpun eftir landnotkun, hafa þær helst verið unnar í íbúðargötum. Þannig má greina hvort munur sé á ferðamyndun og -mynstri mismunandi skipulagsáforma.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnis er að skoða áhrif blandaðrar byggðar á ferðamyndun. Til þess er valinn fremur ný til kominn reitur sem hefur þó náð ákveðinni fótfestu m.t.t. blöndunar þjónustu, atvinnu og íbúð, RÚV-reitinn. Litið verður til ferðamyndunar, þ.e. hvað hver íbúi/íbúð skapar mikla umferð sem og hvað umfang annarrar starfsemi hefur á ferðasköpun og dreifingu. Einnig verður litið til ferðamátavals, og hlutdeild mismunandi ferðamáta í ferðum. Þannig má áætla fjölda þeirra sem velja vistvæna ferðamáta. Lagt er upp með að telja gangandi vegfarendur, hjólandi og akandi og nýta gögn úr inn- og útstigum almenningssamgangna við svæðið til að meta fjölda þeirra sem nýta almenningssamgöngur. Einnig verður tekið tillit til bíla- og hjólastæðafjölda. Lagt er til að skilgreina greiningarsvæði í Efstaleitið í Reykjavík eins og sjá má á eftirfarandi mynd (sjá fylgiskjal).

 

Komið verður fyrir myndavélum sem og öðrum umferðargreinum til að kortleggja allar leiðir inn og út af reitnum. Niðurstöður þeirra verða unnar til að sækja upplýsingar til að svara spurningum verkefnisins (sjá nánar í framkvæmdalýsingu)