Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Lífbindiefni í klæðingar

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Lækkun kolefnisfótspors og minnkun umhverfisáhrifa er dæmi um aðgerðir sem gripið hefur verið til í baráttunni við loftslagsbreytingar og hefur Colas Ísland gert margar tilraunir með það að leiðarljósi að minnka umhverfisáhrif starfsemi sinnar á undanförnum árum. Í því samhengi hafa verið prófuð svokölluð lífbindiefni (e. bio-binders) sem hafa gefið góða raun. Lífbindiefni hafa neikvætt kolefnisfótspor vegna uppruna síns, en þau geta til dæmis verið hliðarafurðir úr pappírsframleiðslu, skógrækt eða landbúnaði og hafa á líftíma sínum bundið meira kolefni en losnar við framleiðslu þeirra. Colas Ísland þróaði árið 2023 þrjár mismunandi blöndur þjálbiks með lífbindiefni til að kanna hvort slík blanda myndi uppfylla þau skilyrði sem gerð eru til klæðinga á Íslandi. Rannsóknirnar gengu vonum framan og sýna niðurstöðurnar að þjálbik með lífbindiefni getur verið raunverulegur valkostur á Íslandi. Næsta skref í þessari vegferð er að framkvæma tilraunaútlögn á klæðingu með þjálbiki blönduðu með lífbindiefni.

Tilgangur og markmið:

 

Verkefnið felur í sér að framkvæma tilraunaútlögn þar sem klæðing er lögð með þjálbiki sem blandað er með lífbindiefni í staðin hins hefðbundna ethyl ester úr fiskiolíu sem notuð er í dag. Markmið verkefnisins er að athuga hvort þessi breyting á mýkingarefni hafi einhver áhrif á endingu og gæði klæðingarinnar. Með þessum breytingum getur orðið gríðarlegur umhverfisávinningur en þjálbik með lífbindiefni hefur að minnsta kosti 77% lægra kolefnisspor en hefðbundið þjálbik og því getur kolefnissparnaðurinn orðið verulegur.