Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Umferðaröryggismat og rýni. Leiðbeiningar.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Líkt og kemur fram í reglugerð um öryggisstjórn vegamannvirkja er markmið öryggistjórnunar að fækka umferðarslysum með því að fylgja ákveðinni aðferðarfræði sem hefur umferðaröryggi að leiðarljósi við undirbúning og lagningu nýrra vega sem og við úttektir á vegum sem þegar hafa verið teknir í notkun.

Skal Vegagerðin láta fara fram umferðaröryggismat og -rýni við undirbúning framkvæmda á vegum sem eru hluti af samevrópska vegakerfinu og stofnvegum. Beiting þessarar aðferðarfræði skal vera óaðskiljanlegur hluti af ferlinu, hvort sem mannvirkið er á hönnunarstigi, framkvæmdarstigi eða í notkun. Umferðaröryggismat og -rýni skal framkvæmt af umferðaröryggisrýnum sem uppfylla skilyrði sett fram í 7. gr reglugerðar um öryggisstjórnun vegamannvirkja.

Núverandi leiðbeiningar Vegagerðarinnar, eða öllu heldur lýsing ferlisins, lýsa markmiðum umferðaröryggismats og -rýni sem og kröfum um skipan og reynslu/þjálfun umferðaröryggisrýna. Þá er formlegu vinnuferli við mat/rýni lauslega lýst og helstu þættir mats/rýni tíundaðir. Ekki er farið náið út í vinnu umferðaröryggisrýna og er þetta verkefni því nokkurs konar leiðarvísir sem lýsir grundvallarreglum, kröfum, ábyrgð og ferli fyrir skipulagningu, framkvæmd og skráningu umferðaröryggismats og -rýni. Munu leiðbeiningarnar verða unnar í nánu samstarfi með Vegagerðinni.

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur og markmið þessa verkefnis er að gera leiðbeiningar sem einfaldar vinnu við gerð umferðaröryggismats og -rýni.

Leiðbeiningarnar munu ramma betur inn vinnu umferðaröryggisrýna, hlutverk þeirra sem sitja í rýnihópnum og vonandi svara spurningum sem reglulega koma upp í dag við vinnu mats/rýni. Þá ætti með útgáfu leiðbeininga að nást meiri formfesta við gerð mats/rýni sem hjálpar bæði rýnum og Vegagerðinni sem og öðrum hlutaðeigandi.