Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Tengsl vatnsgæða í ofanvatni við ÁDU

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Með nýrri Vatnaáætlun er verndun íslensks yfirborðsvatns að fá meiri athygli. Ofanvatn, þ.e. regnvatn sem fellur á lokuð yfirborð, er ein helsta uppspretta mengunar í yfirborðsvatni, sérstaklega á þéttbýlum svæðum. Ekki er alveg á hreinu hve stórar hlut íslenskir þjóðvegir eiga, og því mun þessi rannsókn kortleggja tengsl milli valinna vatnsgæðaþátta og umferðarþunga. Tekin verða vatnssýni þar sem ekki er blandað saman ofanvatni frá öðrum svæðum en þjóðvegum.

Tilgangur og markmið:

 

Ein af helstu uppsprettum mengunar í vatnshlotum í þéttbýli er ofanvatn. Úrkoma fellur á lokuð yfirborð og færir hver þau mengunarefni sem eru til staðar í ofanvatnskerfi og þar með næsta viðtaka, oftar en ekki læk eða tjörn. Á síðasta ári fékk umsækjandi styrk til að rannsaka örmengunarefni, PFAS, eldtefjandi efna og fenóla í ofanvatni, og er sú rannsókn langt komin. Í þeirri rannsóknarvinnu kom í ljós hve lítil þekking er almennt á vatnsgæðum íslensks ofanvatns. Markmið þessa verkefnis er því að kortleggja vatnsgæði ofanvatns af þjóðvegum og athuga hvort tengsl sé milli árdagsumferðar og mengunarmagns í ofanvatni.

Valdir verða 4 þjóðvegsbútar þar sem hægt er að taka sýni af ofanvatni á þægilegan hátt. Bútarnir verða valdir til að ná fjölbreyttri árdagsumferð. Mengunarefnin sem verða rannsökuð eru hefðbundin næringarefni (N og P), svifagnir, sýrustig, salt og þungmálmar.