Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Vegorðasafn, skilgreiningar og skýringar á hugtökum í Vegagerð

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið felst í því að gera orðasafn yfir öll helstu hugtök sem notuð eru við vegagerð og hafnagerð.
Orðasafnið er þannig gert að á eftir uppflettiorði kemur skilgreining á hugtakinu en nánari skýring kemur þar
fyrir neðan. Einnig fylgja ensk og norsk hugtök sömu merkingar. Við þessa vinnu er stuðst við ýmsar heimildir
og unnið er við að orðtaka skýrslur og erindi sem fjalla um vegagerð, m.a. erindi flutt á ráðstefnum
Rannsóknarsjóðs.. Vegorðasafnið er skráð í Oracle Apex gagnagrunn og eru nú í grunninum 2256 orð sem hafa verð
samþykkt af orðanefnd. íðorðin eru flokkuð í 11 flokka. Orðasafnið er á vefslóðinni
https://vegordasafn.vegagerdin.is. Á árinu 2020 var komið á tengingu yfir í Íðorðabanka Stofnunar Árna
Magnússonar sem opnaði orðasafnið fyrir stærri notendahóp sem endurspeglast t.d. í auknum fjölda
fyrirspurna til nefndarinnar. Vegorðasafnið styður við samræmda hugtakanotkun í Vegagerð. Í ár er stefnt að
því að setja ITS (intelligent transport services) íðorðasafn, sem er samnorrænt orðasafn tækniorða í
mannvirkjagerð einnig á netið og verður það í fyrsta sinn sem það orðasafn er aðgengilegt á rafrænu formi

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangurinn með verkefninu er að gefa út í gagnvirkri vefútgáfu heildstætt safn hugtaka sem notuð eru um
vegagerð og hafnagerð. Orðasafninu er nú skipt í eftirtalda 11 flokka: eftirlit, grjótnám og jarðgöng, jarðfræði
og jarðtækni, sjóleiðir, steypu-, stál- og trévirki, stjórnsýsla, tæki og áhöld, umferð og umferðaröryggi,
umhverfi, vegbúnaður og vegnánd og vegir og veghönnun. Til viðbótar er stefnt að því að koma ITS (intelligent
transport services) orðasafni á netið til að auka aðgengi að því orðasafni sem er nauðsynlegt á tímum hraðra
breytinga í samgöngum. ITS orðasafnið er komið í gagnagrunn en til þess að búa til vefgátt og gera það
aðgengilegt öllum í gegnum netið þarf að kosta til vefhönnunarvinnu. Takmarkið er að það sé gert á þann hátt
að viðhald á grunninum sé auðvelt og án mikils kostnaðar. Þetta yrði í fyrsta skipti sem ITS orðasafnið verður
aðgengilegt á netinu og líklegt að notkun á því muni spanna öll norðurlöndin, en þar eru hugtök og íðorð
skilgreint á ensku og öllum tungumálum Norðurland