Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Noktun á BIM í samgönguverkefni á Íslandi og samþætting við lífsferilgreiningar LCA

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Gert er ráð fyrir að kortleggja stöðu mála við notkun BIM í samgönguverkefnum á Íslandi meðal Vegagerðarinnar, sveitarfélaga, veitustofnana, hjá ráðgjöfum og verktökum. Einhver reynsla er komin af notkun BIM líkana við hönnun og framkvæmd verkefna á vegum Vegagerðarinnar á síðustu árum og mun verkefnið leitast við að draga saman lærdóm úr þeim verkum. Tengingar á lífsferilsgreiningar (LCA) og BIM líkön verið í brennidepli á Norðurlöndunum á undanförnum árum, samanber rannsóknir á vegum NordFoU "NordLCA+".

Hluti verkefnisins er að draga saman og taka stðuna á notkun á BIM líkönum í samgönguverkefnum á Norðurlöndunum, þar með talið upplýsingakröfur til líkana og notkun líkana við LCA greiningar.

Verkefnið mun draga saman og greina umhverfið fyrir BIM líkön og LCA greiningar sem mun nýtast Vegagerðinni við gerð upplýsingakrafa fyrir samgönguverkefni og þannig vinna í átt að því að lágmarka umvherfisáhrif samgöngumannvirkja.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga og greina stöðu á notkun BIM líkana og kröfur til þeirra á Íslandi og Norðurlöndunum með það að leiðarljósi að hagnýta og heimfæra þá þekkingu og reynslu fyrir framtíðarsamgönguverkefni á Íslandi. Annað markmið verkefnisins er að greina möguleika á samþættingu BIM líkana og lífsferilsgreininga með því að skoða hvaða aðferðir hafa verið notaðar á Norðurlöndunum og víðar.