Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Kortlagning ágengra framandi plöntutegunda meðfram vegakerfinu með myndgreiningartækni

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Ein helsta dreifingarleið ágengra framandi plöntutegunda á Íslandi eru vegir. Dreifing þessara tegunda, sérstaklega kerfils og lúpínu er ekki vel kortlögð meðfram vegakerfi Íslands en það er ein forsenda þess að hægt sé að forgangsraða aðgerðum. Kortlagning með hefðbundnum aðferðum er tímafrek og kostnaðarsöm vinna og gefur takmarkaða möguleika á tíðum kortlagningarferðum til að hægt sé að meta framgang og
útbreiðsluaukningu ágengra framandi tegunda. Stefnt er að því að þróa myndgreiningartækni með gervigreind til að framkvæma kortlagninguna. Myndavél og tölvukassi eru sambyggð og sjálfstæð eining sem mun taka og greina myndir sjálfstætt og hægt verður að festa á bíl sem er á ferð og krefst ekki aðkomu ökumanns. Þessi verkhluti snýr að þróun hugbúnaðarins sem tæknin krefst og er framhaldsverkefni. Þróun hugbúnaðarins er komin vel á veg og fer árið 2024 í að bæta næmni og áreiðanleika. Verkefnið er í samvinnu við vegagerðir Danmerkur og Svíþjóðar undir hatti NordFoU

Tilgangur og markmið:

 

Tilgangur verkefnisins er að þróa hugbúnað og tækni til að hægt sé að nota gervigreind og sjálfvirka kortlagningu ágengra framandi tegunda með myndgreiningartækni. Nauðsynlegt er að þróa algríma sem læra sjálfir fyrir greininguna sjálfa en einnig API grunn til að hægt sé að nálgast upplýsingar úr kortlagningunni. Markmið ársins 2024 er að auka næmni og áreiðanleika hugbúnaðarins.