Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Hlutfall hversdagsumferðar HVDU og ársdagsumferðar ÁDU á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Vegagerðin gefur reglulega út ársdagsumferð ÁDU fyrir vegi um allt land. Í samgöngulíkani höfuðborgarsvæðisins eru gefnar hversdagsumferðartölur HVDU og þarf stundum að aðlaga þær tölur að ÁDU til að vinna hin ýmsu verkefni, til að mynda verkefni  sem tengjast mati á hljóðvist, álagi á vegi sem og mati á umferðartöfum, loftgæðum og fleira. Notast hefur verið við að HVDU er um það bil 10-15% meiri en ÁDU, einnig hefur verið notaður stuðull 0,85-0,90 til að fá út ÁDU frá HVDU. Þetta getur verið töluverður munur sem getur skekkt niðurstöður. Rannsóknaraðili rannsakaði mun á HVDU og ÁDU fyrir snið á Vesturlandsvegi fyrir ofan Ártúnsbrekku frá árunum 2015-2023 og var niðurstaðan að HVDU væri um 6% meiri en ÁDU yfir það tímabil að meðaltali. Þessar niðurstöður eru töluvert frá fyrri nálgun. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hegðun umferðar á höfuðborgarsvæðinu fyrir komandi framkvæmdir og einnig að hægt sé að nota samgöngulíkanið sem er með HVDU samhliða ÁDU rauntölum.

Tilgangur og markmið:

 

Rannsaka hlutfall á milli HVDU og ÁDU  á höfuðborgarsvæðinu svo hægt sé að yfirfæra umferðartölur á milli vegna ýmissa verkefna. Einnig verður hægt að sjá þróun umferðar frá 2015 fyrir alla mælistaðina.