Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Íslendingar og mikilvægi hringvegarins

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Verkefnið snýst annars vegar um að kanna viðhorf og nýtingu Íslendinga á hringveginum (þjóðvegi 1) sem hefur verið lífæð samgangna og atvinnulífs á Íslandi frá því að hann var opnaður árið 1974. Verður það gert með netkönnun meðal landsmanna. Hvaða sess skipar vegurinn í hugum landsmanna, hvað úrbóta þarfnast vegurinn og nýtist hann eins og best verður á kosið?

Hins vegar snýst verkefnið um að hanna, framkvæma of vinna úr könnun meðal fulltrúa þeirra sveitarfélaga þar sem hringvegurinn liggur um eða er nærri. Þar verður einnig leitað álits á þjónustu Vegagerðarinnar við hringvegin og verkaskiptingu hennar og sveitarfélaga þegar kemur að þáttum er snerta vegamál.

Tilgangur og markmið:

 

Verkefnið er tvíþætt:

Verkþáttur 1. Kanna viðhorf Íslendinga til hringvegarins, hve margir hafa "farið hringinn" og hversu oft? Hvenær fóru þeir hringinn síðast? Hver var tilgangurinn með síðustu hringferð? Hve marga daga tók ferðin? Hverjir eru uppáhaldsstaðir Íslendinga við hringveginn? Hvaða álit hafa þeir á ástandi hringvegarins í heild og eftir landshlutum (Vesturland, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Skaftafellssýslur, Árnes-og Rangárvallasýslur) - einkunn? Hvaða álit hafa þeir á þjónustu Vegagerðarinnar við vegfarendur hringvegarins? Hvað er mikilvægast að gera til auka öryggi hringvegarins, bæta þjónustu og auka upplifun þeirra sem um hann fara? Eru hjólaleiðir og reiðleiðir nærri hringveginum æskilegar (allan hringinn eða hluta hans - og hvar þá helst)? Spurningar verða valdar í samstarfi við fulltrúa Vegagerðarinnar.

Hönnuð verður viðhorfskönnun með úrtaki allra Íslendinga (minnst 900 manns). Verður leitað til viðurkenndra könnunarfyrirtækja um þá framkvæmd (tilboða aflað frá minnst þremur aðilum). RRF mun fá "hráar" niðurstöður og síðan vinna úr þeim og túlka. Niðurstöður verða þar m.a. greindar eftir kyni, aldurshópum og búsetu.

Verkþáttur 2.  Hanna, framkvæma og vinna úr könnun meðal fulltrúa sveitarfélaga þar sem hringvegurinn liggur um eða er nærri. RRF mun afla netfanga þeirra, hanna könnunina og senda út í forritinu Survey Monkey. Gert er ráð fyrir að ná 40- 50 svörum. Spurningarnar verða að hluta þær sömu og í netkönnun meðal almennings en að hluta aðrar. Þar verður t.d. einnig komið inn á vægi hringvegarins fyrir mismunandi atvinnugreinar og þá þjónustu sem sveitarfélög veita íbúum sínum. Þá verður einnig spurt á álit verkaskiptingu á milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga og þjónustu Vegagerðarinnar á þeim hluta hringvegarins sem næst liggur viðkomandi sveitarfélögum. Spurningar verða valdar í samstarfi við fulltrúa Vegagerðarinnar.