Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Framkvæmdir Kolefnisfótsporsgreining á brimvarnargörðum og sjóvörnum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Um það bil 40% jarðarbúa búa í innan við 100 kílómetra fjarlægð frá strönd og 71% íbúa við ströndina í innan við 50 kílómetra fjarlægð frá árósum. Með sívaxandi áherslu á loftslagsbreytingar er vaxandi áhugi á að nýta umhverfisvæn mannvirki til að vernda hafnir og strendur. Auk stöðugleika gagnvart ölduálagi og kostnaðar getur kolefnisspor byggingar (Global Warming Potential, GWP) haft áhrif á ákvörðunartöku í verkefnum. Til að vernda hafnir og strendur eru notuð „hörð“ mannvirki eins og brimvarnargarðar. Engu að síður hefur bygging brimvarnargaða og strandvarna verulegt kolefnisspor. Í þessu rannsóknarverkefni er kolefnisspor bygginga með mismunandi gerðum brimvarnarna (grjót og steinsteypra eininga) metið með vistferilsgreiningaraðferðinni (Life Cycle Assessment, LCA). Niðurstöður greiningarinnar getur verið mikilvægt framlag til lækkunar kolefnisspors við byggingu brimvarnargarða og strandvarna mannvirkja, með því að besta hönnunar- og byggingarferla, hámarka nýtingu á framboði sprends efnis úr námu og lágmarka notkun efna og þungra véla/tækja. Ennfremur Í þessu rannsóknarverkefni eru eiginleikar brimvarnargarð metnir. Matið veitir mikilvægar upplýsingar til endurskoðunar við hönnun brimvarnargarð (Icelandic-Type Berm Breakwaters, IceBB) sem miðar að því að uppfylla (International Union for Conservation of Nature, IUCN) staðalinn.

Tilgangur og markmið:

 

Í þessu rannsóknarverkefni er kolefnisspor við byggingu mismunandi brimvarnargaða og strandvarna metið með aðferð lífsferilsgreiningar (megindleg greining). Ennfremur eru eiginleikar brimvarnargarða metnir út frá International Union for Conservation of Nature (IUCN)  viðmiðum (eigindleg greining).

Markmið:

1- Þrátt fyrir að kolefnisbókhald sé mikilvægur þáttur í mati á verkfræðilegum valkostum og réttlætingu fjárfestinga, þá er takmörkuð þekking á kolefnisspori smíði brimvarnargarða í fræðilegum greinum. Þess vegna veitir þetta rannsóknarverkefni, ítarlega umfjöllun um kolefnisspor smíði þessara mannvirkja. Niðurstöður greiningarinnar auka þekkingu á kolefnisspori sem rekja má til byggingar brimvarnargarða og strandvarna. Greiningin miðar að því að hagræða hönnunar- og byggingarferli mannvirkjanna.

2- Erlendis eru yfirleitt litið á náttúrulausnir (NBS)  sem „mjúkar“ lausnir í hafnar- og strandvarnaverkefnum. Þá er t.d. átt við að dæla sandi upp á strendur sem eru í rofi, stundum með nokkurra ára millibili og er þá talað um að fæða strendurnar. Hins vegar eru niðurstöður rannsókna á brimvarnargörðum til að vernda hafnir og strendur, sem hugsanleg náttúrulausn, af skornum skammti í birtum fræðigreinum. Þess vegna verða slíkir garðar metnir með hliðsjón af IUCN staðlinum í þessu verkefni. Þetta mat hjálpar við val á mannvirkjum til að verja hafnir og strendur, hvort að  (hörð) mannvirki falli undir náttúrulausnir  og/eða hvernig eigi að bæta hönnunar- og byggingarferli þess til að uppfylla IUCN staðalinn.

Þetta rannsóknarverkefni miðar að því að svara tveimur megin rannsóknarspurningum:

1- Hvert er kolefnisspor við byggingu mismunandi brimvarnargarða og strandvarna?

2- Uppfylla brimvarnargarðar staðal IUCN til að fá NBS stöðu?

Afurðir verkefnisins verða 1- ítarleg umfjöllun um kolefnisspor vegna smíði mismunandi brimvarnargarða og strandvarna, 2- ein vísindagrein í ritrýndu tímariti, og 3- ráðstefnukynning sem byggir á lokaniðurstöðum þessa rannsóknarverkefnis.