Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Greining á næstum því slysum á gatnamótum

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Myndgreiningarbúnaður og gervigreind verða notuð til að greina næstum því slys á gatnamótum. Greiningin byggir á sænskri aðferð (konflikt tekniken) þar sem ferill vegfarenda verður greindur og tímastuðull milli skurðpunkta þeirra notaður til að áætla næstum því slys og alvarleika stig þeirra út frá hraða ferlanna. Notast verður við Miovision Scout umferðartalningarbúnað og myndbandsupptaka fyrir þrjá sólarhringa. Ein gatnamót í Reykjavík verða valin í samvinnu við Höskuld Rúnar Guðjónsson hjá Reykjavíkurborg.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið rannsóknarinnar er nota umferðarmyndavélar og myndgreiningarbúnað til að greina næstum því slys á gatnamótum. Niðurstöðurnar munu sýna fjölda næstum því slysta og alvarleikastig þeirra. Þá mn niðurstaðan einnig sýna tillögur að úrbætum til að bæta umferðaröryggi gatnamótanna.