Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

EFNISGÆÐARITIÐ, leiðbeiningar um efnisrannsóknir og efniskröfur

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Haldið verður áfram vinnu við að skrifa og endurskoða Efnisgæðaritið "Efnisrannsóknir og efniskröfur -
leiðbeiningar við hönnun, framleiðslu og framkvæmd". Nauðsynlegt er að endurskoða kafla 1-8 og viðauka 1-
9 árlega. Fylgistaðlar ÍST 75 (malbik) og ÍST 76 (steinefni) verða endurskoðaðir í kjölfar þess að lokið verður við
endurskoðun Evrópustaðla um malbik og steinefni og þegar viðkomandi Evrópustaðlar hafa tekið gildi.
Mikilvægt er að áfram verði staðið myndarlega að skrifum á Efnisgæðaritinu og stöðugri uppfærslu þess enda
er ritið mikilvægur farvegur til birtingar og útfærslu (e. implementation) á grundvelli rannsóknarniðurstaðna og
nauðsynlegt að þar séu ávalt birtar nýjustu upplýsingar um efnisrannsóknir og efniskröfur. Vinna við
leiðbeiningaritið nýtist vel við endurskoðun á leiðbeiningum um gerð útboðsgagna og þarf
stöðugt að gæta þess að samræmi sé í öllum ákvæðum beggja rita. Nýjum kafla hefur verið bætt við
Efnisgæðaritið, kafli 8 "Sandur". Nefna má að við næstu endurskoðun 2024 er mikilvægt að bæta við umfjöllun um efsta lag burðarlags umerðarmikilla vega, en það eru leiðbeiningar og kröfur til kaldblandaðs bikþeytu malbiks í efstu 50 mm burðarlagsins. Ástæðan er sú að nú þegar er farið að nota slíka uppbyggingu burðarlags og því nauðsynlegt að setja fram skynsamlegar kröfur til steinefna og efnismassans sjálfs, en það mun koma framleiðendum slíkrar afurðar að góðum notum, auk þess að tryggja að lágmarks-efniskröfur sem verkkaupi fær afhentar í sína vegi. Einnig má nefna að til hefur staðið að setja inn nýjan kafla um efnisgæði rofvarnargrjóts, en uppkast að honum er nú á borði sérfræðinga á hafnardeild Vegagerðarinnar til áframhaldandi vinnslu.

Tilgangur og markmið:

 

Efnisgæðaritið, sem er á vefsíðu Vegagerðarinnar, er yfirgripsmikið rit með ítarlegum upplýsingum um flesta
þætti sem varða þau efni sem notuð eru við vegagerð svo sem steinefni, malbik og steinsteypu.
Leiðbeiningunum er ætlað að vera stuðningsrit við kafla 8 í útboðslýsingum (C verklýsing), en í ritinu eru þó
mun ítarlegri upplýsingar um efnisrannsóknir en þær sem veittar eru í verklýsingum Vegagerðarinnar. Mikilvægt er að halda áfram vinnu við að semja leiðbeiningarnar og endurskoða þannig að allar nýjustu upplýsingar um efnismál séu tiltækar við gerð útboðslýsinga. Mikilvægt er að hafa í huga að þetta rit verður í stöðugri endurskoðun á næstu árum eftir því sem þekkingu fleygir fram, sem grundvallast m.a. á rannsóknum Vegagerðarinnar.