Almenn verkefni 2024

Heiti verkefnis : 

Staðsetning umferðarljósa. Áhrif á umferðarflæði.

Verkefnastjóri : 

 

Stutt lýsing á verkefninu:

 

Árið 2018 voru tekin í notkun gatnamót við Geirsgötu og Kalkofnsveg án mótlægra umferðarljósa, og árið 2020 voru tekin í notkun önnur slík við Lækjargötu og Hverfisgötu. Nú fer þeim smátt og smátt fjölgandi og eru komin víðar eins og t.d. á gatnamótum Háaleitisbrautar og Listabrautar og nú síðast í Kópavogi á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar. Notkun slíkrar uppsetningar umferðarljósa er algeng í Evrópu en á Íslandi, á norðurlöndunum og í Bandaríkjunum er algengara að á gatnamótum séu einnig umferðarljós handan gatnamótanna.

Í rannsókninni er stefnt að því að bera saman umferðarflæði gatnamóta með sitt hvorri útfærslunni af umferðarljósum.

Markmið rannsóknarinnar er að sannreyna með umferðarhermun hvaða áhrif það hefur á umferðarflæði gatnamóta að fjarlægja mótlæg umferðarljós.

Tilgangurinn er að bæta við þær upplýsingar sem hagsmunaaðilar hafa til að meta hvor útfærslan á best við í hverjum gatnamótum.

Tilgangur og markmið:

 

Markmið rannsóknarinnar er að sannreyna með umferðarhermun hvaða áhrif það hefur á umferðarflæði gatnamóta að fjarlægja mótlæg umferðarljós.

Tilgangurinn er að bæta við þær upplýsingar sem hagsmunaaðilar hafa til að meta hvor útfærslan á best við í hverjum gatnamótum.

Umferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu er höfuðborgarbúum hugleikið, sér í lagi á háannatímum. Einn af kostum þess sem talinn hefur verið að notast við mótlæg umferðarljós er betra umferðarflæði um gatnamótin en án þeirra.

Samkvæmt aðferðafræði frá Hollandi kann þetta að vera röng ályktun. Með því að nýta sér þá staðreynd að bílar keyra sjaldnar of langt inn í gatnamótin er hægt að endurreikna rýmingartíma umferðarstrauma með það fyrir augum að minnka vægi rauðtíma í lotutíma umferðarljósa. Þar með ætti að vera mögulegt að auka umferðarflæði gatnamótanna.

Með því að herma umferð um gatnamót með sitt hvorri útfærslu umferðarljósa er hægt að bera saman og meta áhrif þeirra á umferðarflæði.